Innlent

Í góðum gír að ónáða gesti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan fimm í gær til fimm í nótt. 

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum og fór lögregla á vettvang. Rætt var við árásarþola sem vildi ekki kæra. Einnig var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni og var hann vakinn og ekið heim til sín. 

Þó nokkrir voru teknir eftir akstur undir áhrifum, meðal annars einn sem lenti í umferðaróhappi. 

Tilkynning barst um mögulegt innbrot í Háaleiti. Reyndist meintur innbrotsþjófur vera íbúi sem hafði læst sig úti og klifrað upp á svalir á annarri hæð til þess að komast inn til sín. 

Tvö innbrot voru framin í verslunum í Kópavogi og Breiðholti í gær. Í bæði skiptin voru þjófarnir horfnir þegar lögregla kom á staðinn og eru málin í rannsókn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×