„Það eru mjög miklar breytingar að eiga sér stað í geðheilbrigðiskerfinu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 23:56 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“ Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“
Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31
Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03