Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum. Ljóst hefur verið um nokkuð skeið að Ísland stæði ekki við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Losun Íslands er umfram þær tuttugu milljónir koltvísýringsígilda sem það fékk úthlutað eftir kvótakerfi Kýótó-bókunarinnar. Skuldbindingarnar eru einnig gagnvart samningi Íslands við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði 29 ríkja. Endanlegt uppgjör á skuldbindingum vegna Kýótó fer fram um mitt þetta ár. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar þarf Ísland að kaupa losunarheimildir fyrir 3,4 milljónir tonna koltvísýringsígilda sem voru losuð umfram þann kvóta sem Ísland fékk, að því er kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórninni á föstudag. Æskilegast að kaupa landsheimildir eða loftslagsvænni þróunaraðstoð Ísland hefur ekki áður gripið til þess ráðst að kaupa losunarheimildir, ólíkt mörgum öðrum ríkjum. Í minnisblaðinu segir að nú sé hins vegar ljóst að Ísland þurfi að nýta sér þann kost til þess að standa við skuldbindingar sínar. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins sem var skipaður í maí 2020 hefur kortlagt kosti Íslands til þess að mæta skuldbindingum sínum og hugsanlegan kostnað. Hann skoðaði meðal annars hvort kaup á einingum skiluðu raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Niðurstaða hópsins er að æskilegustu leiðirnar séu að kaupa annað hvort ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. CER-einingarnar yrðu keyptar á svonefndum eftirmarkaði eða af ríkjum sem eiga slíkar einingar umfram þörf. Ákvörðun hefur þó enn ekki verið tekin um hvaða einingar verða keyptar. Ráðuneytið mælir með því að settur ferði á fót annar vinnuhópur um verkefnið með aðkomu fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Umhverfisstofnun. Búast við að heimild í fjárlögum dugi fyrir kaupunum Gert er ráð fyrir 800 milljónum króna á fjárlögum þessa árs til þess að ganga frá kaupum á losunarheimildum vegna Kýótó. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að endanleg fjárhæð kaup á losunarheimildum liggi ekki fyrir þar sem málið sé ekki frágengið. „Fjárheimildin í fjárlögum 2023 var ákveðin út frá ákveðnum forsendum í greiningum og bendir sú vinna til að fjárhæðin dugi til að ganga frá uppgjörinu,“ segir í svarinu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir yfirskot um 3,4 milljónir tonn umfram heimildir á tímabilinu rosalegt og að það veki athygli hversu létt ráðuneytið reikni með að sleppa frá því. Miðað við heimildina í fjárlögum sé gert ráð fyrir að hvort tonn koltvísýringígilda kosti 235 krónur sem sé aðeins brot af því sem það kosti í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skýringin sé væntanlega það sem hann kallar risastóra galla í Kýótó-kerfinu sem leiddu til mikils offramboðs af einingum. „Fyrir vikið kemst Ísland upp með að hafa ekki staðið fyrir raunverulegum kerfisbreytingum í þágu loftslagsmála, heldur nær sér innan ramma með bókhaldsbrellum og sektargreiðslum, aðgerðum sem hafa engin jákvæð áhrif á lofthjúp jarðar,“ segir Andrés Ingi við Vísi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur verið gagnrýninn á frammistöðu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm Loftslagsmarkmið sjáist hvergi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar Hversu seint ríkisstjórnin fari af stað í að ganga frá Kýótó-skuldbindingum sínum sé í takti við almennt aðgerðaleysi hennar í loftslagsmálum, að mati Andrésar Inga. Þrátt fyrir yfirlýsingar um mentarfull markmið fari losun vaxandi og allar líkur séu á að sú þróun haldi áfram. „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur ekki verið uppfærð í þrjú ár, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist hafa sett sér metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun á þeim tíma. Þau markmið sjást hvergi í aðgerðum stjórnvalda,“ segir þingmaðurinn. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ljóst hefur verið um nokkuð skeið að Ísland stæði ekki við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Losun Íslands er umfram þær tuttugu milljónir koltvísýringsígilda sem það fékk úthlutað eftir kvótakerfi Kýótó-bókunarinnar. Skuldbindingarnar eru einnig gagnvart samningi Íslands við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði 29 ríkja. Endanlegt uppgjör á skuldbindingum vegna Kýótó fer fram um mitt þetta ár. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar þarf Ísland að kaupa losunarheimildir fyrir 3,4 milljónir tonna koltvísýringsígilda sem voru losuð umfram þann kvóta sem Ísland fékk, að því er kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórninni á föstudag. Æskilegast að kaupa landsheimildir eða loftslagsvænni þróunaraðstoð Ísland hefur ekki áður gripið til þess ráðst að kaupa losunarheimildir, ólíkt mörgum öðrum ríkjum. Í minnisblaðinu segir að nú sé hins vegar ljóst að Ísland þurfi að nýta sér þann kost til þess að standa við skuldbindingar sínar. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins sem var skipaður í maí 2020 hefur kortlagt kosti Íslands til þess að mæta skuldbindingum sínum og hugsanlegan kostnað. Hann skoðaði meðal annars hvort kaup á einingum skiluðu raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Niðurstaða hópsins er að æskilegustu leiðirnar séu að kaupa annað hvort ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. CER-einingarnar yrðu keyptar á svonefndum eftirmarkaði eða af ríkjum sem eiga slíkar einingar umfram þörf. Ákvörðun hefur þó enn ekki verið tekin um hvaða einingar verða keyptar. Ráðuneytið mælir með því að settur ferði á fót annar vinnuhópur um verkefnið með aðkomu fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Umhverfisstofnun. Búast við að heimild í fjárlögum dugi fyrir kaupunum Gert er ráð fyrir 800 milljónum króna á fjárlögum þessa árs til þess að ganga frá kaupum á losunarheimildum vegna Kýótó. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að endanleg fjárhæð kaup á losunarheimildum liggi ekki fyrir þar sem málið sé ekki frágengið. „Fjárheimildin í fjárlögum 2023 var ákveðin út frá ákveðnum forsendum í greiningum og bendir sú vinna til að fjárhæðin dugi til að ganga frá uppgjörinu,“ segir í svarinu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir yfirskot um 3,4 milljónir tonn umfram heimildir á tímabilinu rosalegt og að það veki athygli hversu létt ráðuneytið reikni með að sleppa frá því. Miðað við heimildina í fjárlögum sé gert ráð fyrir að hvort tonn koltvísýringígilda kosti 235 krónur sem sé aðeins brot af því sem það kosti í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skýringin sé væntanlega það sem hann kallar risastóra galla í Kýótó-kerfinu sem leiddu til mikils offramboðs af einingum. „Fyrir vikið kemst Ísland upp með að hafa ekki staðið fyrir raunverulegum kerfisbreytingum í þágu loftslagsmála, heldur nær sér innan ramma með bókhaldsbrellum og sektargreiðslum, aðgerðum sem hafa engin jákvæð áhrif á lofthjúp jarðar,“ segir Andrés Ingi við Vísi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur verið gagnrýninn á frammistöðu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm Loftslagsmarkmið sjáist hvergi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar Hversu seint ríkisstjórnin fari af stað í að ganga frá Kýótó-skuldbindingum sínum sé í takti við almennt aðgerðaleysi hennar í loftslagsmálum, að mati Andrésar Inga. Þrátt fyrir yfirlýsingar um mentarfull markmið fari losun vaxandi og allar líkur séu á að sú þróun haldi áfram. „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur ekki verið uppfærð í þrjú ár, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist hafa sett sér metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun á þeim tíma. Þau markmið sjást hvergi í aðgerðum stjórnvalda,“ segir þingmaðurinn.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira