Fótbolti

Vond vika varð enn verri hjá Börsungum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Lewandowski verður frá næstu vikur vegna meiðslanna sem eru slæmar fréttir fyrir Barcelona sem er með þunnskipaðan framherjahóp.
Robert Lewandowski verður frá næstu vikur vegna meiðslanna sem eru slæmar fréttir fyrir Barcelona sem er með þunnskipaðan framherjahóp. Getty/Catherine Ivill

Knattspyrnulið Barcelona upplifði sannkallaða martraðarviku í lok febrúarmánaðar.

Ógöngur félagsins byrjuðu á Old Trafford þegar liðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Manchester United þrátt fyrir að komast yfir í leiknum.

Þær héldu áfram þegar liðið tapaði óvænt 1-0 á móti Almeria sem var eitt af neðstu liðum deildarinnar.

Til að gera vonda viku enn verri þá meiddist framherjinn Robert Lewandowski í tapinu á móti Almeria.

Lewandowski tognaði aftan í læri og mun örugglega missa af leiknum á móti Real Madrid í undanúrslitum spænska bikarsins á fimmtudagskvöldið.

Þetta er fyrri leikur liðanna og liðið mun sakna síns langbesta framherja.

Breiddin er líka ekki mikil fram á við því Pólverjinn er eini hreinræktaði framherji liðsins eftir að Börsungar leyfðu þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Memphis Depay að fara.

Pedri og Ousmane Dembele eru líka að glíma við meiðsli og útlitið er ekki alltof bjart fyrir Xavi og lærisveina hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×