Innlent

Vélin lent og hættu­stigi aflýst

Máni Snær Þorláksson skrifar
Flugvél Icelandair snéri við á leið sinni til London.
Flugvél Icelandair snéri við á leið sinni til London. Vísir/Vilhelm

Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst.

Um var að ræða vél sem var á leið til Heathrow flugvallar í London. Vélin lagði af stað klukkan 16:38 og átti að lenda í London klukkan 19:30. Henni var hins vegar snúið við þegar hún var komin um hálfa leið til meginlandsins. 

Vélin snéri við yfir miðju Atlantshafi.FlightRadar

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að töluverður viðbúnaður hafi verið á Keflavíkurflugvelli. Vélin er nú lent á vellinum, heilu og höldnu. 

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þegar um klukkustund var liðin síðan vélin fór á loft hafi komið villumelding. Flugmennirnir hafi þá tekið þá ákvörðun að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík. Þar gekk lending eðlilega fyrir sig og munu flugvirkjar nú fara yfir vélina.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×