Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 14:34 Þær Berglind Stefánsdóttir (til vinstri) og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, (til hægri) sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, hafa rannsakað kulnun í starfi frá árinu 2020. VIRK Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi. Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa rannsakað þessi mál frá árinu 2020. Guðrún Rakel var spurð hvað það væri sem skýrði þetta ósamræmi sem birtist í niðurstöðum verkefnisins. „Það er bara mjög góð spurning og kannski er erfitt að svara þér núna. Við erum einmitt kannski þess vegna að rannsaka þetta hjá VIRK. Við erum búin að vinna að þessu rannsóknarverkefni frá 2020 og þar sem þessi tiltekni hópur er undir. Við erum að tala um þau sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK og hvort óvinnufærnina megi að einhverju leyti rekja til kulnunar í starfi. Við erum að kafa ofan í þessi mál. En það virðast margir sem koma til okkar spegla sig í einkennum kulnunar og telja þau eiga við sig en síðan þegar kafað er dýpra ofan í málin þá er kannski eitthvað annað sem skýrir líðan fólksins betur og þann vanda sem verið er að glíma við.“ Guðrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að svo margir telji sig vera í kulnun sé að sum einkenni hennar eiga líka við um ýmsa geðræna kvilla til dæmis þunglyndi. Nýlega breytti Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreiningu sinni á kulnun. Nú er talað um hana sem vinnutengt fyrirbæri og að hana megi rekja til langvarandi álags á vinnustað. „Það sem einkennir þetta helst er örmögnun, mikil þreyta og aftenging. Þarna verður breytt viðhorf til vinnu og minni afköst. Einnig má bæta við hugrænum einkennum eins og minnisleysi og vanda við einbeitingu en þessi einkenni geta líka komið fram í ýmsum geðröskunum. Það er smá samsláttur þarna,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir „Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa rannsakað þessi mál frá árinu 2020. Guðrún Rakel var spurð hvað það væri sem skýrði þetta ósamræmi sem birtist í niðurstöðum verkefnisins. „Það er bara mjög góð spurning og kannski er erfitt að svara þér núna. Við erum einmitt kannski þess vegna að rannsaka þetta hjá VIRK. Við erum búin að vinna að þessu rannsóknarverkefni frá 2020 og þar sem þessi tiltekni hópur er undir. Við erum að tala um þau sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK og hvort óvinnufærnina megi að einhverju leyti rekja til kulnunar í starfi. Við erum að kafa ofan í þessi mál. En það virðast margir sem koma til okkar spegla sig í einkennum kulnunar og telja þau eiga við sig en síðan þegar kafað er dýpra ofan í málin þá er kannski eitthvað annað sem skýrir líðan fólksins betur og þann vanda sem verið er að glíma við.“ Guðrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að svo margir telji sig vera í kulnun sé að sum einkenni hennar eiga líka við um ýmsa geðræna kvilla til dæmis þunglyndi. Nýlega breytti Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreiningu sinni á kulnun. Nú er talað um hana sem vinnutengt fyrirbæri og að hana megi rekja til langvarandi álags á vinnustað. „Það sem einkennir þetta helst er örmögnun, mikil þreyta og aftenging. Þarna verður breytt viðhorf til vinnu og minni afköst. Einnig má bæta við hugrænum einkennum eins og minnisleysi og vanda við einbeitingu en þessi einkenni geta líka komið fram í ýmsum geðröskunum. Það er smá samsláttur þarna,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir „Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
„Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent