„Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 10:00 Kristján Örn Kristjánsson átti frábær innkomu í íslenska landsliðið á HM þegar hann fékk loksins tækifærið hjá þjálfaranum. Vísir/Hulda Margrét Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. „Í fyrsta lagi er kulnun frekar illa skilgreint hugtak að fræðimenn eru ekki sammála um hvað þetta er og hvernig þetta liggur. Við vitum því ekkert um tíðnina,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor í sálfræði og deildarforseti Íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Svipað og hjá venjulegu fólki „Það sem er líklegt að þarna liggi að baki er líka þunglyndi, kvíði og jú mögulega kulnun. Þetta er svipað algengt og hjá venjulegu fólki en hins vegar tala íþróttamenn ekki um þetta. Þeir segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar. Allar rannsóknir hafa sýnt það,“ sagði Hafrún. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir. „Það kann að vera að það sé enginn breyting á þessu heldur sem betur fer eru íþróttamenn tilbúnir að segja núna. Hey, það er ekkert að hnénu á mér, mér líður bara illa,“ sagði Hafrún. Gaupi velti því upp hvort þetta væri feimnismál hjá íþróttamönnum. „Já þetta er það og sérstaklega þegar kemur að þunglyndi því við höfum séð það í íslenskum rannsóknum. Þegar það kemur þunglyndi þá vilja íþróttamenn ekki segja frá og þeir tala um það að viðhorfið gagnvart andlega vikum íþróttamönnum sé bara þannig að það sé erfitt að koma fram,“ sagði Hafrún. Ekki góður ferðafélagi „Þetta er ekki góður ferðafélagi,“ skaut Guðjón Guðmundsson inn í. „Nei því ef manni líður illa andlega þá hefur það áhrif á ansi marga þætti. Ég held að allir sem fjalla um þetta og koma að íþróttamönnunum þurfi að taka þetta svolítið til sín hversu erfitt það hefur verið fyrir íþróttamenn að koma fram, segja frá þessu og fá hjálp,“ sagði Hafrún. „Það er alltaf fyrsta skrefið að viðurkenna vandann. Svo þurfum við bara að skoða það. Það skiptir engu máli hvort það sé kulnun, þunglyndi, kvíði. Viðkomandi líður bara illa, þarf að fá hjálp og við skoðum hvernig það er. Þá ættum við frekar að hrósa einstaklingi sem kemur fram og segir frá þessu,“ sagði Hafrún. „Það verður að gerast til að íþróttamenn líði ekki mjög illa eftir að ferlinum lýkur sem við sjáum að er oft,“ sagði Hafrún. Mikkel Hansen varð heimsmeistari með Dönum á dögunum en fór síðan í frí vegna kulnunnar.Getty/Kolektiff Images „Mikkel Hansen, einn besti handboltamaður heims, er í kulnun. Hann þurfti að gera það opinbert vegna mikillar pressu eða hvað,“ spurði Guðjón. Áhættuþættir í þeirra umhverfi „Íþróttamenn hafa þætti í sínu umhverfi eins og ofboðslega mikla pressu. Það er alltaf verið að meta frammistöðu þeirra sem er ekki hjá öðru fólki. Öll augu eru á þeim, það er oft samskiptavandi á milli þjálfara, íþróttamanna og stjórnar. Það eru áhættuþættir í þeirra umhverfi sem geta ýtt undir andlega vanlíðan,“ sagði Hafrún. „Á sama tíma eru líka þættir eins og þeir hreyfa sig mikið og slíkt sem hjálpar til við að halda þessu niðri. Það eru þættir í umhverfi íþróttamanna sem eru óhjálplegir þegar kemur að andlegum þáttum,“ sagði Hafrún. Háskólinn í Reykjavík hefur skoðað vel þessi mál hér á Íslandi. „Við höfum skoðað þetta hjá atvinnumönnum, hjá handbolta-, fótbolta- og körfuboltafólki og reynda líka einstaklingsíþróttamönnum. Við erum að sjá að tíðnin er svipuð og hjá almenningi á svipuðum aldri. Við miðum svolítið við háskólastúdenta því þetta fólk er oft sirka á þeim aldri,“ sagði Hafrún. Ólíklegri en annað fólk „Við sjáum líka að íþróttamenn eru miklu ólíklegri til að viðurkenna vandann fyrir öðru fólki, sérstaklega þegar kemur að þunglyndi, heldur en aðrir,“ sagði Hafrún. „En hvað er til ráða? Nú hlýtur að vera erfitt að eiga við þetta og batinn getur tekið langan tíma,“ sagði Guðjón. Ætti að koma hratt og örugglega til baka „Sem betur fer eru til, sérstaklega þegar kemur að þunglyndi og kvíða, mjög öflugar meðferðir. Aðgengið að þessum meðferðum er ekkert sérstaklega gott. Ef íþróttafagmaðurinn fær rétta hjálp þá ætti hann að koma hratt og örugglega til baka. Auðvitað er það mjög einstaklingsbundið hvar vandinn liggur,“ sagði Hafrún. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Hafrún Kristjánsdóttir um kulnun íþróttafólks Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Í fyrsta lagi er kulnun frekar illa skilgreint hugtak að fræðimenn eru ekki sammála um hvað þetta er og hvernig þetta liggur. Við vitum því ekkert um tíðnina,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor í sálfræði og deildarforseti Íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Svipað og hjá venjulegu fólki „Það sem er líklegt að þarna liggi að baki er líka þunglyndi, kvíði og jú mögulega kulnun. Þetta er svipað algengt og hjá venjulegu fólki en hins vegar tala íþróttamenn ekki um þetta. Þeir segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar. Allar rannsóknir hafa sýnt það,“ sagði Hafrún. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir. „Það kann að vera að það sé enginn breyting á þessu heldur sem betur fer eru íþróttamenn tilbúnir að segja núna. Hey, það er ekkert að hnénu á mér, mér líður bara illa,“ sagði Hafrún. Gaupi velti því upp hvort þetta væri feimnismál hjá íþróttamönnum. „Já þetta er það og sérstaklega þegar kemur að þunglyndi því við höfum séð það í íslenskum rannsóknum. Þegar það kemur þunglyndi þá vilja íþróttamenn ekki segja frá og þeir tala um það að viðhorfið gagnvart andlega vikum íþróttamönnum sé bara þannig að það sé erfitt að koma fram,“ sagði Hafrún. Ekki góður ferðafélagi „Þetta er ekki góður ferðafélagi,“ skaut Guðjón Guðmundsson inn í. „Nei því ef manni líður illa andlega þá hefur það áhrif á ansi marga þætti. Ég held að allir sem fjalla um þetta og koma að íþróttamönnunum þurfi að taka þetta svolítið til sín hversu erfitt það hefur verið fyrir íþróttamenn að koma fram, segja frá þessu og fá hjálp,“ sagði Hafrún. „Það er alltaf fyrsta skrefið að viðurkenna vandann. Svo þurfum við bara að skoða það. Það skiptir engu máli hvort það sé kulnun, þunglyndi, kvíði. Viðkomandi líður bara illa, þarf að fá hjálp og við skoðum hvernig það er. Þá ættum við frekar að hrósa einstaklingi sem kemur fram og segir frá þessu,“ sagði Hafrún. „Það verður að gerast til að íþróttamenn líði ekki mjög illa eftir að ferlinum lýkur sem við sjáum að er oft,“ sagði Hafrún. Mikkel Hansen varð heimsmeistari með Dönum á dögunum en fór síðan í frí vegna kulnunnar.Getty/Kolektiff Images „Mikkel Hansen, einn besti handboltamaður heims, er í kulnun. Hann þurfti að gera það opinbert vegna mikillar pressu eða hvað,“ spurði Guðjón. Áhættuþættir í þeirra umhverfi „Íþróttamenn hafa þætti í sínu umhverfi eins og ofboðslega mikla pressu. Það er alltaf verið að meta frammistöðu þeirra sem er ekki hjá öðru fólki. Öll augu eru á þeim, það er oft samskiptavandi á milli þjálfara, íþróttamanna og stjórnar. Það eru áhættuþættir í þeirra umhverfi sem geta ýtt undir andlega vanlíðan,“ sagði Hafrún. „Á sama tíma eru líka þættir eins og þeir hreyfa sig mikið og slíkt sem hjálpar til við að halda þessu niðri. Það eru þættir í umhverfi íþróttamanna sem eru óhjálplegir þegar kemur að andlegum þáttum,“ sagði Hafrún. Háskólinn í Reykjavík hefur skoðað vel þessi mál hér á Íslandi. „Við höfum skoðað þetta hjá atvinnumönnum, hjá handbolta-, fótbolta- og körfuboltafólki og reynda líka einstaklingsíþróttamönnum. Við erum að sjá að tíðnin er svipuð og hjá almenningi á svipuðum aldri. Við miðum svolítið við háskólastúdenta því þetta fólk er oft sirka á þeim aldri,“ sagði Hafrún. Ólíklegri en annað fólk „Við sjáum líka að íþróttamenn eru miklu ólíklegri til að viðurkenna vandann fyrir öðru fólki, sérstaklega þegar kemur að þunglyndi, heldur en aðrir,“ sagði Hafrún. „En hvað er til ráða? Nú hlýtur að vera erfitt að eiga við þetta og batinn getur tekið langan tíma,“ sagði Guðjón. Ætti að koma hratt og örugglega til baka „Sem betur fer eru til, sérstaklega þegar kemur að þunglyndi og kvíða, mjög öflugar meðferðir. Aðgengið að þessum meðferðum er ekkert sérstaklega gott. Ef íþróttafagmaðurinn fær rétta hjálp þá ætti hann að koma hratt og örugglega til baka. Auðvitað er það mjög einstaklingsbundið hvar vandinn liggur,“ sagði Hafrún. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Hafrún Kristjánsdóttir um kulnun íþróttafólks
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira