Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2023 10:16 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tengir aukið álag lækna við fjölgun rafrænna samskipta. Vísir/Egill Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. Rætt var við Óskar Reykdalsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir að samskiptum hafi fjölgað töluvert á hvern lækni á undanförnum árum. „Til dæmis frá árinu 2017 voru læknar að taka kannski 80 eða 85 samskipti, núna eru þeir að taka 115 til 120 í hverri viku. Þetta er töluverð aukning. Þessi viðbót kemur langt mest með rafrænum samskiptum. Svo það er sannarlega aukið álag á lækna“, segir Óskar. Óskar segir að í sumum tilfellum sé hreinlega verið að sóa tíma lækna með þessum rafrænu samskiptum, til dæmis með því að skrifa upp á vottorð og með samskiptum í gegnum Heilsuveru. „Við sem erum heilsugæslulæknar teljum að það þurfi að fækka ákveðnum vottorðum, og að til dæmis skóla- og vinnuveitendavottorð séu ofmetin. Við teljum að tilvísanir, vegna barna eða til sjúkraþjálfara megi missa sín.“ Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Óskar telur að lausnin sé falin í því að vinna og standa saman, skoða nákvæmlega og greina hvar flöskuhálsarnir séu. „Vinna síðan með hvern og einn þátt og þannig bæta möguleikann á því að líða vel í vinunni og komast vel yfir þau verkefni að sinna þessum veika skjólstæðingahópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. 30. nóvember 2022 15:36 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Rætt var við Óskar Reykdalsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir að samskiptum hafi fjölgað töluvert á hvern lækni á undanförnum árum. „Til dæmis frá árinu 2017 voru læknar að taka kannski 80 eða 85 samskipti, núna eru þeir að taka 115 til 120 í hverri viku. Þetta er töluverð aukning. Þessi viðbót kemur langt mest með rafrænum samskiptum. Svo það er sannarlega aukið álag á lækna“, segir Óskar. Óskar segir að í sumum tilfellum sé hreinlega verið að sóa tíma lækna með þessum rafrænu samskiptum, til dæmis með því að skrifa upp á vottorð og með samskiptum í gegnum Heilsuveru. „Við sem erum heilsugæslulæknar teljum að það þurfi að fækka ákveðnum vottorðum, og að til dæmis skóla- og vinnuveitendavottorð séu ofmetin. Við teljum að tilvísanir, vegna barna eða til sjúkraþjálfara megi missa sín.“ Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Það eru alls konar þættir sem hægt er að vinna með og þar af leiðandi fækka samskiptum og þannig velja úr og forgangsraða verkefnum sem eru mikilvægust, sem eru mjög veikir skjólstæðingar. Óskar telur að lausnin sé falin í því að vinna og standa saman, skoða nákvæmlega og greina hvar flöskuhálsarnir séu. „Vinna síðan með hvern og einn þátt og þannig bæta möguleikann á því að líða vel í vinunni og komast vel yfir þau verkefni að sinna þessum veika skjólstæðingahópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44 Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. 30. nóvember 2022 15:36 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44
Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. 29. nóvember 2022 08:44
Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. 30. nóvember 2022 15:36