Fótbolti

Dortmund komið í efsta sætið í Þýskalandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dortmund er komið í efsta sæti deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti.
Dortmund er komið í efsta sæti deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Vísir/Getty

Dortmund er komið í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Hoffenheim í dag. Bayern Munchen og Union Berlin mætast í toppslag deildarinnar á morgun.

Dortmund mætti Hoffenheim á útivelli í dag en fyrir umferðina voru Dortmund, Bayern Munchen og Union Berlin öll jöfn með 43 stig á toppi deildarinnar.

Dortmund var eina liðið af þessum sem átti leik í dag og þeir unnu góðan 1-0 útisigur. Julian Brandt skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og tryggði Dortmund því efsta sætið um stundarsakir að minnsta kosti.

RB Leipzig heldur í við toppliðin eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Frankfurt. Timo Werner og Emil Forsberg skoruðu mörk Leipzig sem er með 42 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Önnur úrslit:

FC Köln - Wolfsburg 0-2

Hertha Berlin - FC Augsburg 2-0

Werder Bremen - Bochum 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×