Fótbolti

Valgeir og Óli Valur í sigurliðum í sænska bikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valgeir var í liði Häcken í dag.
Valgeir var í liði Häcken í dag. Vísir/Getty

Valgeir Lunddal Friðriksson og Óli Valur Ómarsson voru báðir í byrjunarliðum sinna liða sem unnu sigra í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag.

Valgeir Lunddal Friðriksson er leikmaður sænsku meistaranna í Häcken sem lék gegn Trollhättan í sænska bikarnum í dag. Sænska bikarkeppnin er spiluð í riðlakeppni í 32-liða úrslitum þar sem efsta lið í hverjum riðli kemst áfram í 8-liða úrslit.

Sigur Häcken i dag var öruggur enn lokatölur urðu 6-1.

Óli Valur Ómarsson var í byrjunarliði Sirius sem mætti nágrönnum sínum í Dalkurd í dag. Óli Valur spilaði í hægri bakverðinum hjá Sirius sem vann 4-0 sigur. Slagsmál brutust út í lok leiksins sem endaði með því að þrír leikmenn fengu gult spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×