Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2023 11:15 Þorsteinn Pálsson telur engar forsendur fyrir Birgi að sitja á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda og hann ekkert því til fyrirstöðu að Sigurður sendi greinargerð sína til Alþingis í 63 eintökum, í umslagi stílað á hvern þingmann um sig. vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10