Erlent

Tugir fastir í námu í Kína

Bjarki Sigurðsson skrifar
Námusvæðið þar sem mennirnir voru að vinna.
Námusvæðið þar sem mennirnir voru að vinna. AP/Bei He

Tæplega fimmtíu námumenn eru nú fastir í námu í norðurhluta Kína eftir að skriða rann úr hlíð ofan í námuna. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið. 

Rúmlega fimmtíu manns voru ofan í námunni þegar skriðan rann úr 180 metra hlíð fyrir ofan námuna. Fjórir létu lífið í skriðunni en 49 manns festust ofan í námunni. 

Björgunaraðilar vinna nú að því að ná mönnunum úr námunni en ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu. Yfir fimm hundruð manns eru á svæðinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×