Nýju regluverki er sagt eiga að koma í veg fyrir að markverðir trufli spyrnumenn í aðdraganda þeirra spyrnu. Martínez beitti öllum brögðunum í bókinni samkvæmt kollega sínum Hugo Lloris í tapliði Frakka.
Hann hafði gert slíkt áður í mikilvægum leikjum Argentínu þegar þeir unnu Suður-Ameríkukeppnina árið 2021. Í úrslitaleik HM í Katar í desember varði hann frá Kingsley Coman og kastaði boltanum í burtu áður en Aurelien Tchouameni klúðraði sinni spyrnu.

Aðspurður um mögulegar breytingar kveðst Martínez ekki hafa áhyggjur.
„Ég sagði eftir Suður-Ameríkukeppnina að ég væri óviss um hvort ég gerði slíkt aftur. Ég varði vítin sem ég þurfti að verja. Og nú gerðist það aftur á HM, ég veit ekki hvort ég mun verja víti næstu 20 árin, en ég þurfti að takast á við þau í Suður-Ameríkukeppninni og á HM,“ segir Martínez.
„Ég varði þau og hjálpaði liðinu að vinna, það dugar mér. Við munum alltaf aðlagast nýju regluverki og því sem FIFA vill,“ segir Martínez um framhaldið.