Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:43 Elísabet Brynjarsdóttir var verkefnastýra Frú Ragnheiðar en er nú í framhaldsnámi í hjúkrun í Kanada. Hún segir augljóst að gera þurfi betur í málum heimilislausra. mynd/aðsend Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira