Enski boltinn

Ten Hag reddaði Kea­ne miðum á úr­slita­leikinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erik Ten Hag er maður orða sinna.
Erik Ten Hag er maður orða sinna. Michael Regan/Getty Images

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, stóð við loforð sitt og reddaði Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða liðsins, tveimur miðum á leik Man United og Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.

Þannig er mál með vexti að Keane, sem starfar í dag sem sparkspekingur, var við störf á síðari leik Man United og Nottingham Forest í undanúrslitum keppninnar.

Er Keane og samstarfsmenn hans á Sky Sports ræddu við Ten Hag eftir leik ákvað fyrirliðinn fyrrverandi einfaldlega að spyrja þjálfarann hvort hann gæti ekki reddað sér tveimur miðum á úrslitaleikinn.

Ten Hag sagði að það væri lítið mál og nú hafa fjölmiðlar ytra greint frá því að þjálfarinn hafi staðið við stóru orðin. Þjálfarateymi liðanna sem og leikmenn fá aðeins nokkra miða til að gefa og hefur Ten Hag ákveðið að gefa Keane frímiða sína.

Ten Hag hefur heldur betur blásið lífi í lið Man United. Liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komið í 16-liða úrslit FA bikarsins, í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og að sjálfsögðu í úrslit deildarbikarsins.

Roy Keane fær að sjá Casemiro leika listir sína á Wembley eftir slétta viku.Ash Donelon/Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×