Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 12:22 Christo Grozev á frumsýningu heimildarmyndarinnar Navalny. Rob Kim/Getty Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. Heimildarmyndin Navalny er tilnefnd til Bafta verðlauna í flokki heimilda. Christo Grozev, fréttamaður sem fjallað hefur mikið um Alexei Navalní og baráttu hans við rússnesk stjórnvöld, er áberandi í heimildarmyndinni. Grozev sagði á Twitter á föstudag að honum og fjölskyldu hans hefði verið meinað að mæta á verðlaunaafhendingu Bafta. I was surprised to discover that my whole family and I have all been banned by British police from attending this weekend's BAFTA awards where the documentary #Navalny is nominated. The reason stated: we "represent a public security risk". (1/3)— Christo Grozev (@christogrozev) February 17, 2023 Hann segir skipuleggjendur atburðarins hafa sagt að viðvera fjölskyldunnar myndi vera ógn við almenning. Það segir Grozev hafa komið sér á óvart og að hann skilji ekki hvernig börnin hans geta verið ógn við almenning. Þá segir hann mætingarbannið vera alvarlega aðför að frelsi blaðamanna. Flúði Austurríki fyrir skömmu Grozev hefur ekki bakað sér miklar vinsældir stjórnvalda í Kreml með umfjöllun sinni um Navalní og fleiri rússneska andófsmenn. Hann fjallaði meðal annars ítarlega um eitranir með taugaeitrinu Novichok árið 2018. Hann tilkynnti í janúar að hann hefði neyðst til að flýja heimili sitt í Austurríki eftir að hafa fengið fjölda viðvarana frá stjórnvöldum um að hann væri í hættu. Hann býr núna ásamt fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum, að því er segir í umfjöllun New York Times um málið. Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Mál Alexei Navalní Bíó og sjónvarp Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Heimildarmyndin Navalny er tilnefnd til Bafta verðlauna í flokki heimilda. Christo Grozev, fréttamaður sem fjallað hefur mikið um Alexei Navalní og baráttu hans við rússnesk stjórnvöld, er áberandi í heimildarmyndinni. Grozev sagði á Twitter á föstudag að honum og fjölskyldu hans hefði verið meinað að mæta á verðlaunaafhendingu Bafta. I was surprised to discover that my whole family and I have all been banned by British police from attending this weekend's BAFTA awards where the documentary #Navalny is nominated. The reason stated: we "represent a public security risk". (1/3)— Christo Grozev (@christogrozev) February 17, 2023 Hann segir skipuleggjendur atburðarins hafa sagt að viðvera fjölskyldunnar myndi vera ógn við almenning. Það segir Grozev hafa komið sér á óvart og að hann skilji ekki hvernig börnin hans geta verið ógn við almenning. Þá segir hann mætingarbannið vera alvarlega aðför að frelsi blaðamanna. Flúði Austurríki fyrir skömmu Grozev hefur ekki bakað sér miklar vinsældir stjórnvalda í Kreml með umfjöllun sinni um Navalní og fleiri rússneska andófsmenn. Hann fjallaði meðal annars ítarlega um eitranir með taugaeitrinu Novichok árið 2018. Hann tilkynnti í janúar að hann hefði neyðst til að flýja heimili sitt í Austurríki eftir að hafa fengið fjölda viðvarana frá stjórnvöldum um að hann væri í hættu. Hann býr núna ásamt fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum, að því er segir í umfjöllun New York Times um málið.
Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Mál Alexei Navalní Bíó og sjónvarp Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira