Fótbolti

Þjálfari Atla og Orra Steins fer sömu leið og Conte

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Framherjinn Orri Steinn Óskarsson gekk í raðir Sønderjyske fyrir ekki svo löngu síðan.
Framherjinn Orri Steinn Óskarsson gekk í raðir Sønderjyske fyrir ekki svo löngu síðan. Sønderjyske

Antonio Conte, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur, er einkar strangur þegar kemur að mataræði leikmanna sinna. Thomas Nørgaard, nýráðinn þjálfari Sønderjyske í dönsku B-deildinni, hefur ákveðið að fara að fordæmi Conte. Þeir Atli Barkarson og Orri Steinn Óskarsson leika með Sønderjyske.

Á fótboltavefnum Bold.dk kemur fram að Nørgaard – sem tók við stjórnartaumunum í desember - hafi ákveðið að taka mataræði leikmanna liðsins í gegn.

Vonast hann til þess að það geri gæfumuninn en liðið er í harðri baráttu um að enda í efri hluta deildarinnar og eiga þar með möguleika á að vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Afmæliskökur, mæjónes og tómatsósa eru meðal þess sem er nú bannað á æfingasvæði félagsins. Miðjumaðurinn Mads Albæk segir að leikmenn liðsins hafi aldrei verið betur líkamlega á sig komnir og að það gefi honum góða tilfinningu.

Síðar í dag kemur í ljós hvort bönnin skili sér þegar Sønderjyske heimsækir Næstved.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×