„Farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 09:30 Þessir tveir komu að fyrra marki Liverpool á St. James´s Park í gær, laugardag. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira