Karius snýr aftur í úrslitum deildarbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:02 Karius á æfingu með Newcastle. Serena Taylor/Getty Images Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira