Chris Wood orðinn uppáhalds leikmaður Arsenal stuðningsfólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2023 16:55 Markið sem tryggði Forest stig og hélt Arsenal á toppnum í uppsiglingu. Catherine Ivill/Getty Images Nýsjálenski framherjinn Chris Wood skoraði jöfnunarmark Nottingham Forest gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur í Skírisskógi 1-1 sem þýðir að Arsenal er áfram á toppi deildarinnar. Arsenal komst á topp deildarinnar með sigri á Aston Villa fyrr í dag. Það var því í höndum Man City að ná toppsætinu á nýjan leik þegar liðið heimsótti nýliða Nottingham Forest. Síðast vann Man City 6-0 sigur en annað var upp á teningnum í dag. Bernardo Silva kom gestunum yfir á 41. mínútu eftir sendingu Jack Grealish. Það vakti verulega athygli að Pep, sem nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik, gerði ekki breytingu fyrr en það var of seint. Chris Wood jafnaði nefnilega metin á 84. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og í kjölfarið brást Pep við með því að gera tvöfalda skiptingu. Það var einfaldlega of seint í rassinn gripið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 1-1 Man CityChris Wood s late equaliser cancels out Bernardo Silva s opener and gives the hosts a share of the points at City Ground#NFOMCI pic.twitter.com/aXG54dqNnt— Premier League (@premierleague) February 18, 2023 Arsenal er því áfram á toppi deildarinnar með 54 stig og leik til góða á Man City sem er í öðru sæti með 52 stig. Forest er í 13. sæti með 25 stig. Enski boltinn Fótbolti
Nýsjálenski framherjinn Chris Wood skoraði jöfnunarmark Nottingham Forest gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur í Skírisskógi 1-1 sem þýðir að Arsenal er áfram á toppi deildarinnar. Arsenal komst á topp deildarinnar með sigri á Aston Villa fyrr í dag. Það var því í höndum Man City að ná toppsætinu á nýjan leik þegar liðið heimsótti nýliða Nottingham Forest. Síðast vann Man City 6-0 sigur en annað var upp á teningnum í dag. Bernardo Silva kom gestunum yfir á 41. mínútu eftir sendingu Jack Grealish. Það vakti verulega athygli að Pep, sem nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik, gerði ekki breytingu fyrr en það var of seint. Chris Wood jafnaði nefnilega metin á 84. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og í kjölfarið brást Pep við með því að gera tvöfalda skiptingu. Það var einfaldlega of seint í rassinn gripið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 1-1 Man CityChris Wood s late equaliser cancels out Bernardo Silva s opener and gives the hosts a share of the points at City Ground#NFOMCI pic.twitter.com/aXG54dqNnt— Premier League (@premierleague) February 18, 2023 Arsenal er því áfram á toppi deildarinnar með 54 stig og leik til góða á Man City sem er í öðru sæti með 52 stig. Forest er í 13. sæti með 25 stig.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn