„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 23:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, og Xavi, þjálfari Barcelona. Alex Caparros/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. „Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42