Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 14:26 Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Verksýnar, og Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, vísa ásökunum um græsku vegna þrjú hundruð milljón króna framkvæmda í Asparfelil á bug. vísir Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli 2-12, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun frá deilum innan húsfélagsins í Asparfelli vegna framkvæmda sem ráðist var í í sumar. Framkvæmdirnar eru viðamiklar en stærsti hluti þeirra snýr að endurnýjun glugga í húsinu. Ráðgjafafyrirtækið Verksýn var fengin fyrir tveimur árum síðan til að gera úttekt á húsinu og skilaði hún ástandslýsingu og framkvæmdatillögum síðastliðið vor. Lagðar voru til tvær framkvæmdaleiðir vegna glugganna: Annars vegar að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir og hins vegar að skipta út alls 272 gluggum, sem allir eru komnir til ára sinna. Meirihluti húsfundarins ákvað að ganga lengra og skipta út fleiri gluggum. Eins og fram kom í máli Ólafs í viðtalinu í morgun mætti aðeins 51 á húsfundinn þegar verkið var samþykkt og 33 voru hlynntir því að skipta út þessum tæplega 300 gluggum. Í húsfélaginu eru 192 íbúðir. Ólafur og nokkrir til viðbótar í húsinu höfðu efasemdir um að fundurinn hafi verið löglegur og kærðu málið til kærunefndar húsamála. Kærunefndin úrskurðaði í janúar að vegna umfangs framkvæmdanna hefði þurft 2/3 fundarmanna til að samþykkja þær. „Þetta kom okkur mjög á óvart því nýlega er genginn dómur þar sem fyrirbyggjandi viðhald fellur undir venjubundið viðhald. Kærunefndin hins vegar telur þarna að stærri framkvæmdin, sem var samþykkt á fundinum, félli undir viðhald sem gengi lengra en nauðsynlegt væri. Það er í mínum huga mikill misskilningur af hálfu kærunefndar,“ segir Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eiganumsjónar, sem annast rekstur húsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Skipt síðast um glugga fyrir um fimmtán árum síðan Hann vísar þarna í dóm Landsréttar í máli húsfélags í Reykjanesbæ sem hafði betur gagnvart íbúa sem vildi ekki greiða fyrir framkvæmdir í húsinu. Landsréttur mat það svo að framkvæmdirnar, sem íbúinn sagði dýrari og umfangsmeiri en nauðsyn bar til, hafi fallið undir reglubundið viðhald. „Fundurinn er ekki ólöglegur. Það eru þarna örfáir eigendur sem hafa reynt að grafa undan ákvörðun sem er mjög vel studd af þorra eigenda,“ segir Daníel. Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Verksýnar, vísar því alfarið á bug að nokkuð óeðlilegt sé við framkvæmdina. Löngu sé kominn tími á viðhald. „Einhvern tíma í kring um 2005 fer fram mjög viðamikil viðgerð á þessu húsi. Þá er hluti af húsinu klæddur með útveggjaklæðningu. Í þeirri framkvæmd er skipt um hluta af gluggunum inni í þessari klæðningu, ekki alla. Þegar starfsmenn Verksýnar fara núna og skoða þetta kemur í ljós að það er augljóst að það er ónýtur 92 gluggar inni í klæðningunni,“ segir Reynir. Ólafur sagði í Bítinu að skipt hafi verið um hluta glugganna fyrir fimm árum en íbúi, sem lét skipta um glugga, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið gert 2006 eða 2007. „Vandamálið er það að gluggarnir þarna eru upphaflegir gluggar hússins. Það gerir það að verkum að það er ofboðslega erfitt að finna fúann í þeim. Ef það er fúi höfum við svo lítið timbur að stinga í. Við finnum ekki fúann nema með því að stinga í. Þegar búið er að klæða að gluggum, eins og er þarna, er ekki hægt að finna fúann nema með mjög grófum aðgerðum.“ Gluggarnir í verra standi en talið var Daníel bætir við þetta að það sé alrangt hjá Ólafi Ragnari að verið sé að skipta um alla glugga í húsinu. Þeir gluggar, sem skipt sé um til viðbótar við þá 92 sem voru greinilega ónýtir, hafi reynst í lélegu standi. „Það hefur síðan komið í ljós að gluggarnir, sem hefðu verið skildir eftir, eru í talsvert lakara ástandi margir en menn voru að vona,“ segir Daníel. Ólafur Ragnar gerði athugasemd við það í Bítinu að Verksýn fái prósentu af heildarkostnaði við framkvæmdina. Þannig væri það hagur ráðgjafafyrirtækisins að sem mest verði gert og sem dýrast. Reynir segir ekkert óeðlilegt við það. Framkvæmdir í Asparfelli hófust í haust.Vísir/Vilhelm „Húsfélagið fær svo tilboð frá okkur um að útbúa útboðsgögn og svo fá þau líka tilboð í umsjón og eftirlit með framkvæmdinni. Við gerum þeim tilboð um ákveðna prósentutölu af framkvæmdakostnaði. Við bjóðum þeim ekkert annað eða öðruvísi en við höfum gert áður. Það gera þetta allir svona,“ segir Reynir. „Eðlilega er það þannig að ef það á að skipta um 92 glugga er það ákveðin framkvæmd. Ef það á að skipta um enn fleiri glugga fáum við eðlilega greitt meira fyrir það því það er miklu meira að halda um að skipta um 272 glugga en 92.“ Þrjú hundruð milljónir séu ekki mikið í stærra samhengi Daníel tekur undir þessa gagnrýni og segir virkilega öfugsnúið að ýjað hafi verið að því að Verksýn og Eignaumsjón standi saman að því að auka framkvæmdakostnað. „Það eru engin hagsmunatengsl milli Eignaumsjónar og Verksýnar, né heldur verktakans sem að þessu vinnur,“ segir Daníel. „Í þessu viðtali er fullyrt að Eignaumsjón hafi hag af því að stækka þetta verkefni og það er alrangt. Við erum ekki á þóknun fyrir þetta verkefni. Það leggst bara aukin vinna hér á okkur við umfang og framkvæmdir húsfélaga og við tökum glöð við þeirri vinnu en við erum með fastan þjónustusamning við húsfélagið og höfum verið með í mörg ár.“ Ólafur benti á það í morgun að kostnaðarmunurinn á að skipta um 92 glugga og 272 glugga hafi verið um 80 til 100 milljónir í heildina. Daníel segir framkvæmdina auðvitað mjög kostnaðarsama en heilt yfir litið sé kostnaðurinn ekki mikill fyrir hvern og einn. Skipta á um 272 glugga í húsinu.Vísir/Vilhelm „Þessi framkvæmd er auðvitað kostnaðarsöm og þetta eru stórar tölur, þrjú hundruð milljónir á 200 eignir er hins vegar, þykir okkur, ekkert stór tala í samhengi við það sem við erum að fást við hjá fjölmörgum öðrum húsfélögum,“ segir Daníel. „Við erum að halda utan um sjö hundruð húsfélög og fjöldi þeirra er að taka stórar ákvarðanir og hlutfallslega mjög oft stærri en þessi ákvörðun þessa félags.“ Húsfundurinn í kvöld leiði afstöðu íbúa í ljós Boðað hefur verið til húsfundar í kvöld, samkvæmt ábendingu kærunefndar til að tryggja lögmætt samþykki fyrir framkvæmdunum. Segir í úrskurði kærunefndar að sá fundur geti tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meirihluta, 2/3, á fundinum teljist hún samþykkt. „Ég held að fundurinn í kvöld muni staðfesta það að þarna eru örfáir einstaklingar að reyna að grafa undan hússtjórninni, sem er að vinna í anda vilja mikils fjölda eigenda,“ segir Daníel. „Fram að þessu hafa allir starfað í góðri trú, það er enginn að gera eitthvað vísvitandi rangt. Það er ekkert óeðlilegt í gangi hérna. Þó það hafi verið tekin ákvörðun að halda þennan húsfund í kvöld og fara þá leið sem kærunefndin leggur til þýðir það ekki að fólk sé sammála þessum úrskurði,“ segir Reynir. Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli 2-12, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun frá deilum innan húsfélagsins í Asparfelli vegna framkvæmda sem ráðist var í í sumar. Framkvæmdirnar eru viðamiklar en stærsti hluti þeirra snýr að endurnýjun glugga í húsinu. Ráðgjafafyrirtækið Verksýn var fengin fyrir tveimur árum síðan til að gera úttekt á húsinu og skilaði hún ástandslýsingu og framkvæmdatillögum síðastliðið vor. Lagðar voru til tvær framkvæmdaleiðir vegna glugganna: Annars vegar að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir og hins vegar að skipta út alls 272 gluggum, sem allir eru komnir til ára sinna. Meirihluti húsfundarins ákvað að ganga lengra og skipta út fleiri gluggum. Eins og fram kom í máli Ólafs í viðtalinu í morgun mætti aðeins 51 á húsfundinn þegar verkið var samþykkt og 33 voru hlynntir því að skipta út þessum tæplega 300 gluggum. Í húsfélaginu eru 192 íbúðir. Ólafur og nokkrir til viðbótar í húsinu höfðu efasemdir um að fundurinn hafi verið löglegur og kærðu málið til kærunefndar húsamála. Kærunefndin úrskurðaði í janúar að vegna umfangs framkvæmdanna hefði þurft 2/3 fundarmanna til að samþykkja þær. „Þetta kom okkur mjög á óvart því nýlega er genginn dómur þar sem fyrirbyggjandi viðhald fellur undir venjubundið viðhald. Kærunefndin hins vegar telur þarna að stærri framkvæmdin, sem var samþykkt á fundinum, félli undir viðhald sem gengi lengra en nauðsynlegt væri. Það er í mínum huga mikill misskilningur af hálfu kærunefndar,“ segir Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eiganumsjónar, sem annast rekstur húsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Skipt síðast um glugga fyrir um fimmtán árum síðan Hann vísar þarna í dóm Landsréttar í máli húsfélags í Reykjanesbæ sem hafði betur gagnvart íbúa sem vildi ekki greiða fyrir framkvæmdir í húsinu. Landsréttur mat það svo að framkvæmdirnar, sem íbúinn sagði dýrari og umfangsmeiri en nauðsyn bar til, hafi fallið undir reglubundið viðhald. „Fundurinn er ekki ólöglegur. Það eru þarna örfáir eigendur sem hafa reynt að grafa undan ákvörðun sem er mjög vel studd af þorra eigenda,“ segir Daníel. Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Verksýnar, vísar því alfarið á bug að nokkuð óeðlilegt sé við framkvæmdina. Löngu sé kominn tími á viðhald. „Einhvern tíma í kring um 2005 fer fram mjög viðamikil viðgerð á þessu húsi. Þá er hluti af húsinu klæddur með útveggjaklæðningu. Í þeirri framkvæmd er skipt um hluta af gluggunum inni í þessari klæðningu, ekki alla. Þegar starfsmenn Verksýnar fara núna og skoða þetta kemur í ljós að það er augljóst að það er ónýtur 92 gluggar inni í klæðningunni,“ segir Reynir. Ólafur sagði í Bítinu að skipt hafi verið um hluta glugganna fyrir fimm árum en íbúi, sem lét skipta um glugga, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið gert 2006 eða 2007. „Vandamálið er það að gluggarnir þarna eru upphaflegir gluggar hússins. Það gerir það að verkum að það er ofboðslega erfitt að finna fúann í þeim. Ef það er fúi höfum við svo lítið timbur að stinga í. Við finnum ekki fúann nema með því að stinga í. Þegar búið er að klæða að gluggum, eins og er þarna, er ekki hægt að finna fúann nema með mjög grófum aðgerðum.“ Gluggarnir í verra standi en talið var Daníel bætir við þetta að það sé alrangt hjá Ólafi Ragnari að verið sé að skipta um alla glugga í húsinu. Þeir gluggar, sem skipt sé um til viðbótar við þá 92 sem voru greinilega ónýtir, hafi reynst í lélegu standi. „Það hefur síðan komið í ljós að gluggarnir, sem hefðu verið skildir eftir, eru í talsvert lakara ástandi margir en menn voru að vona,“ segir Daníel. Ólafur Ragnar gerði athugasemd við það í Bítinu að Verksýn fái prósentu af heildarkostnaði við framkvæmdina. Þannig væri það hagur ráðgjafafyrirtækisins að sem mest verði gert og sem dýrast. Reynir segir ekkert óeðlilegt við það. Framkvæmdir í Asparfelli hófust í haust.Vísir/Vilhelm „Húsfélagið fær svo tilboð frá okkur um að útbúa útboðsgögn og svo fá þau líka tilboð í umsjón og eftirlit með framkvæmdinni. Við gerum þeim tilboð um ákveðna prósentutölu af framkvæmdakostnaði. Við bjóðum þeim ekkert annað eða öðruvísi en við höfum gert áður. Það gera þetta allir svona,“ segir Reynir. „Eðlilega er það þannig að ef það á að skipta um 92 glugga er það ákveðin framkvæmd. Ef það á að skipta um enn fleiri glugga fáum við eðlilega greitt meira fyrir það því það er miklu meira að halda um að skipta um 272 glugga en 92.“ Þrjú hundruð milljónir séu ekki mikið í stærra samhengi Daníel tekur undir þessa gagnrýni og segir virkilega öfugsnúið að ýjað hafi verið að því að Verksýn og Eignaumsjón standi saman að því að auka framkvæmdakostnað. „Það eru engin hagsmunatengsl milli Eignaumsjónar og Verksýnar, né heldur verktakans sem að þessu vinnur,“ segir Daníel. „Í þessu viðtali er fullyrt að Eignaumsjón hafi hag af því að stækka þetta verkefni og það er alrangt. Við erum ekki á þóknun fyrir þetta verkefni. Það leggst bara aukin vinna hér á okkur við umfang og framkvæmdir húsfélaga og við tökum glöð við þeirri vinnu en við erum með fastan þjónustusamning við húsfélagið og höfum verið með í mörg ár.“ Ólafur benti á það í morgun að kostnaðarmunurinn á að skipta um 92 glugga og 272 glugga hafi verið um 80 til 100 milljónir í heildina. Daníel segir framkvæmdina auðvitað mjög kostnaðarsama en heilt yfir litið sé kostnaðurinn ekki mikill fyrir hvern og einn. Skipta á um 272 glugga í húsinu.Vísir/Vilhelm „Þessi framkvæmd er auðvitað kostnaðarsöm og þetta eru stórar tölur, þrjú hundruð milljónir á 200 eignir er hins vegar, þykir okkur, ekkert stór tala í samhengi við það sem við erum að fást við hjá fjölmörgum öðrum húsfélögum,“ segir Daníel. „Við erum að halda utan um sjö hundruð húsfélög og fjöldi þeirra er að taka stórar ákvarðanir og hlutfallslega mjög oft stærri en þessi ákvörðun þessa félags.“ Húsfundurinn í kvöld leiði afstöðu íbúa í ljós Boðað hefur verið til húsfundar í kvöld, samkvæmt ábendingu kærunefndar til að tryggja lögmætt samþykki fyrir framkvæmdunum. Segir í úrskurði kærunefndar að sá fundur geti tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meirihluta, 2/3, á fundinum teljist hún samþykkt. „Ég held að fundurinn í kvöld muni staðfesta það að þarna eru örfáir einstaklingar að reyna að grafa undan hússtjórninni, sem er að vinna í anda vilja mikils fjölda eigenda,“ segir Daníel. „Fram að þessu hafa allir starfað í góðri trú, það er enginn að gera eitthvað vísvitandi rangt. Það er ekkert óeðlilegt í gangi hérna. Þó það hafi verið tekin ákvörðun að halda þennan húsfund í kvöld og fara þá leið sem kærunefndin leggur til þýðir það ekki að fólk sé sammála þessum úrskurði,“ segir Reynir.
Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent