Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á mikilvæga innviði í Úkraínu og á sama tíma er hart barist í Bakhmut. AP/Libkos Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. Samkvæmt embættismönnum í Úkraínu voru átta Kalibr-eldflaugar sem skotið var frá skipi Rússa í Svartahafi skotnar niður í morgun en aðrar náðu skotmörkum sínum í norður- og vesturhluta Úkraínu og í Dnipropetrovsk og Kirovograd. Reuters greindi frá því í morgun að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni í næstu viku greiða atkvæði um ályktun sem kveður á um nauðsyn þess að aðilar komist að samkomulagi um varanlegan frið í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan er sögð munu fara fram sama dag og ár er liðið frá innrás Rússa. Í ályktuninni verður þess meðal annars krafist að hersveitir Rússlands hverfi frá Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Wang Yi, æðsti sendifulltrúi Kína, funduðu í París í gær og ræddu meðal annars áhrif stríðsins á viðkvæm ríki, meðal annars með tilliti til fæðuöryggis. Báðir lýstu yfir sama markmiði um að stuðla að friði en ítarlegar útlistanir á aðgerðum fylgdu ekki. Hugveitan Institute for the Study of War segir Rússa líklega hafa gengið verulega á mannskap og vopnabirgðir sínar. Sérfræðingar hugveitunnar segja þá illa undir það búna að viðhalda stórsókn í austurhluta Úkraínu og vænta ekki stórtíðinda í fyrirhuguðum ávörpum Vladimir Pútín Rússlandsforseta í næstu viku. Russia s costly military campaign in #Ukraine has likely significantly depleted #Russian equipment and manpower reserves necessary to sustain a successful large-scale offensive in eastern Ukraine.https://t.co/VGVhIP3NAd pic.twitter.com/SEFALNrWPw— ISW (@TheStudyofWar) February 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Samkvæmt embættismönnum í Úkraínu voru átta Kalibr-eldflaugar sem skotið var frá skipi Rússa í Svartahafi skotnar niður í morgun en aðrar náðu skotmörkum sínum í norður- og vesturhluta Úkraínu og í Dnipropetrovsk og Kirovograd. Reuters greindi frá því í morgun að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni í næstu viku greiða atkvæði um ályktun sem kveður á um nauðsyn þess að aðilar komist að samkomulagi um varanlegan frið í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan er sögð munu fara fram sama dag og ár er liðið frá innrás Rússa. Í ályktuninni verður þess meðal annars krafist að hersveitir Rússlands hverfi frá Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Wang Yi, æðsti sendifulltrúi Kína, funduðu í París í gær og ræddu meðal annars áhrif stríðsins á viðkvæm ríki, meðal annars með tilliti til fæðuöryggis. Báðir lýstu yfir sama markmiði um að stuðla að friði en ítarlegar útlistanir á aðgerðum fylgdu ekki. Hugveitan Institute for the Study of War segir Rússa líklega hafa gengið verulega á mannskap og vopnabirgðir sínar. Sérfræðingar hugveitunnar segja þá illa undir það búna að viðhalda stórsókn í austurhluta Úkraínu og vænta ekki stórtíðinda í fyrirhuguðum ávörpum Vladimir Pútín Rússlandsforseta í næstu viku. Russia s costly military campaign in #Ukraine has likely significantly depleted #Russian equipment and manpower reserves necessary to sustain a successful large-scale offensive in eastern Ukraine.https://t.co/VGVhIP3NAd pic.twitter.com/SEFALNrWPw— ISW (@TheStudyofWar) February 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira