Þorsteinn: Á von á að gera töluvert margar breytingar fyrir næsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 23:30 Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur Íslands á Skotlandi í dag en liðin mættust á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira
Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira