Fótbolti

Ólöf Sigríður: Gott að byrja á góðum nótum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ólöf Sigríður, eða Olla eins og hún er kölluð, skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik.
Ólöf Sigríður, eða Olla eins og hún er kölluð, skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann í dag 2-0 sigur gegn sterku liði Skotlands í fyrsta leik sínum á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir stal svo sannarlega senunni í sínum fyrsta landsleik. Hún skoraði bæði mörk Íslands í leiknum og var vitaskuld ánægð í viðtali eftir leik sem birst hefur á miðlum KSÍ eftir leik.

„Hún er ólýsanleg, mjög góð. Það er gott að byrja svona á góðum nótum og setja strik í leikinn strax,“ sagði Ólöf Sigríður aðspurð hver tilfinningin væri að skora í sínum fyrsta leik.

Bæði mörk Ólafar komu í byrjun síðari hálfleiks eftir að Skotar höfðu verið betri aðilinn í fyrri hálfleiknum.

„Hann sagði við okkur að róa okkur niður. Vera yfirvegaðar og gera þetta einhvern veginn meira saman.“

Næsti leikur Íslands er gegn Wales og er Ólöf bjartsýn fyrir þann leik.

„Hann legst mjög vel í mig, ég held að hann verði betri en þessi leikur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×