Þorsteinn: Á von á að gera töluvert margar breytingar fyrir næsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 23:30 Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur Íslands á Skotlandi í dag en liðin mættust á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira