Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2023 09:46 Frá aðgerðum verkfallsvarða Eflingar á Fosshóteli Reykjavík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. Verkfall starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hófst á þriðjudaginn í síðustu viku..Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Harðar ásakanir gengu manna í millum í síðustu viku þar sem formaður Eflingar sakaði lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum að stunda verkfallsbrot. Forsvarsmenn Íslandshótela sögðu að um tilhæfulausar ásakanir væru að ræða og að gestir væru áreittir af forystufólki Eflingar. Þá hefur lögregla mætt á sum hótelin og haft afskipti af ósáttum félagsmönnum Eflingar. Samkomulagið nú felur meðal annars í sér að hóparnir séu ekki með gjallarhorn eða dreifimiða og muni ekki ónáða gesti. Öryggisverðir munu ekki fylgja hópum verkfallsvarða. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samkomulagið séu á þessa leið: Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels. Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará). Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti. Aðgengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn. Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang. Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum. Fram kemur að samkomulagið hafi náðst milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst í gær og var afrit af öllum samskiptunum á netfang lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Verkfall starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hófst á þriðjudaginn í síðustu viku..Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Harðar ásakanir gengu manna í millum í síðustu viku þar sem formaður Eflingar sakaði lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum að stunda verkfallsbrot. Forsvarsmenn Íslandshótela sögðu að um tilhæfulausar ásakanir væru að ræða og að gestir væru áreittir af forystufólki Eflingar. Þá hefur lögregla mætt á sum hótelin og haft afskipti af ósáttum félagsmönnum Eflingar. Samkomulagið nú felur meðal annars í sér að hóparnir séu ekki með gjallarhorn eða dreifimiða og muni ekki ónáða gesti. Öryggisverðir munu ekki fylgja hópum verkfallsvarða. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samkomulagið séu á þessa leið: Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels. Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará). Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti. Aðgengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn. Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang. Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum. Fram kemur að samkomulagið hafi náðst milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst í gær og var afrit af öllum samskiptunum á netfang lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28
Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent