Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 13:13 Halldór segir að það eina sem aðilar deilunnar séu að bíða eftir sé úrskurður Landsréttar lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Verkföll á Íslandshótelum eru nú í fullum gangi og verkfallsvarsla Eflingar hefur verið áberandi. Stjórnendur íslandshótela hafa ákveðið að einungis tveimur verkfallsvörðum verði hleypt inn í einu sem Efling hefur gagnrýnt harðlega. Í gær kom til átaka milli verkfallsvarða Eflingar og lögreglu. Halldór Benjamín Þorbergsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus. „Það er enginn tilgangur með verkföllum Eflingar sem eru í gangi núna. Það er enginn tilgangur með verkföllunum. Það eru engir samningafundir boðaðir. Ríkissáttasemjari boðaði samningafund í síðustu viku en Efling neitaði að mæta á þann fund. Þetta skiptir algeru höfuðmáli í þessari umræðu. Vegna þess að tilgangur og eðli verkfalla er til þes að knýja samningsaðila sinn til gerðar kjarasamnings en það eru engir fundir í þessari deilu. Það eina sem aðilar eru að bíða eftir Kristján er úrskurður Landsréttar þar sem Efling skaut áfram dómi héraðsdóms til Landsréttar og þegar að sá úrskurður liggur fyrir þá liggur fyrir hver verður framvinda þessarar vinnudeilu.“ Samþykki félagsmenn Eflingar miðlunartillögu ríkissáttasemjara er það ígildi kjarasamnings. „Þá eru bara tveir valmöguleikar sem geta komið upp. Annars vegar að félagsmenn Eflingar samþykki miðlunartillöguna og miðlunartillagan verður þá ígildi kjarasamnings með afturvirkni til 1. nóvember 2022. Sambærilegt og allir aðrir og þá er í raun þessari kjaralotu á íslenskum vinnumarkaði nánast lokið.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Verkföll á Íslandshótelum eru nú í fullum gangi og verkfallsvarsla Eflingar hefur verið áberandi. Stjórnendur íslandshótela hafa ákveðið að einungis tveimur verkfallsvörðum verði hleypt inn í einu sem Efling hefur gagnrýnt harðlega. Í gær kom til átaka milli verkfallsvarða Eflingar og lögreglu. Halldór Benjamín Þorbergsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus. „Það er enginn tilgangur með verkföllum Eflingar sem eru í gangi núna. Það er enginn tilgangur með verkföllunum. Það eru engir samningafundir boðaðir. Ríkissáttasemjari boðaði samningafund í síðustu viku en Efling neitaði að mæta á þann fund. Þetta skiptir algeru höfuðmáli í þessari umræðu. Vegna þess að tilgangur og eðli verkfalla er til þes að knýja samningsaðila sinn til gerðar kjarasamnings en það eru engir fundir í þessari deilu. Það eina sem aðilar eru að bíða eftir Kristján er úrskurður Landsréttar þar sem Efling skaut áfram dómi héraðsdóms til Landsréttar og þegar að sá úrskurður liggur fyrir þá liggur fyrir hver verður framvinda þessarar vinnudeilu.“ Samþykki félagsmenn Eflingar miðlunartillögu ríkissáttasemjara er það ígildi kjarasamnings. „Þá eru bara tveir valmöguleikar sem geta komið upp. Annars vegar að félagsmenn Eflingar samþykki miðlunartillöguna og miðlunartillagan verður þá ígildi kjarasamnings með afturvirkni til 1. nóvember 2022. Sambærilegt og allir aðrir og þá er í raun þessari kjaralotu á íslenskum vinnumarkaði nánast lokið.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira