Leikmenn Kanada í verkfalli Hjörvar Ólafsson skrifar 11. febrúar 2023 22:54 Christine Sinclair í leik með kanadíska landsliðinu. Vísir/Getty Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa ákveðið að fara í verkfall. Leikmenn liðsins hafa áhyggjur af því að aðbúnaður verði ekki nægilega góðu næstu misserin en þeir eru orðnir leiðir á því að berjast fyrir því að hlutirnir færist í átt að jafnrétti þegar kemur að aðbúnaði karlaliðsins og umgjörð í kringum liðin. Leikmenn liðsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem lýst var yfir ósætti þeirra og áhyggjum af því að hlutirnir myndu ekki færast í rétta átt á næstunni. Christine Sinclair, fyrirliði liðsins, segir verkfallið yfirvofandi en hún segir útlit fyrir að aðbúnaður í næstu verkefnum liðsins verði það slæmur að það muni hafa slæm áhrif á spilamennsku og frammistöðu leikmanna. Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss og verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, vakti athygli á baráttu kollega sinna á twitter-síðu sinni fyrr í dag. Solidarity is key https://t.co/6r7XXpeomu— Sif Atladóttir (@sifatla) February 11, 2023 Kanada á að mæta Bandaríkjunum í vináttulandsleik á SheBelieves mótonu þann 17. febrúar næstkomandi. „Liðið ákvað það saman að grípa til aðgerða og frá og með þessari stundu munum við ekki taka þátt í neinum verkefnum á vegum kanadíska knattspyrnusambandsins, hvort sem það er að æfa eða spila undir merkjum Kanada," segir Sinclair í samtali við TSN um stöðu mál. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun þar sem við sem afreksíþróttamenn viljum spila fyrir Kanada og erum stolt af því að leika fyrir þjóð okkar. Nú er hins vegar nóg komið og við einfaldlega verðum að setja fótinn niður," segir framherjinn. Kanada, sem er í sjötta sæti FIFA styrkleikalistans er að búa sig undir að spila á heimsmeistaramótinu Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næst sumar. Liðið varð Ólympíumeistari árið 2021. Áform eru um að skera niður útgjöld til kanadíska liðsins og það var kornið sem fyllti mælinn hjá leikmönnum liðsins. „Við væntum þess og finnst okkur eiga skilið að fá sama aðbúnað og karlaliðið fær. Það er lágmarkskrafa að okkar mati að sett verði nægt fé í undirbúning okkar fyrir heimsmeistaramótið til þess að við getum búið okkur almennilega undir þetta stóra verkefni," segir í yfirlýsingu leikmanna kanadíska liðsins. Karlalið Kanada stendur heilshugar með kollegum sínum en þeir gripu til sömu aðgerða vegna ósættis um hvernig staðið var að því að deila út þeim peningum kanadíska knattspyrnusambandið fékk fyrir þátttöku Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Sáttafundur var boðaður milli forsvarsmanna kanadíska knattspyrnusambandsins og fulltrúa leikmanna kvennaliðsins í dag. Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira
Leikmenn liðsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem lýst var yfir ósætti þeirra og áhyggjum af því að hlutirnir myndu ekki færast í rétta átt á næstunni. Christine Sinclair, fyrirliði liðsins, segir verkfallið yfirvofandi en hún segir útlit fyrir að aðbúnaður í næstu verkefnum liðsins verði það slæmur að það muni hafa slæm áhrif á spilamennsku og frammistöðu leikmanna. Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss og verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, vakti athygli á baráttu kollega sinna á twitter-síðu sinni fyrr í dag. Solidarity is key https://t.co/6r7XXpeomu— Sif Atladóttir (@sifatla) February 11, 2023 Kanada á að mæta Bandaríkjunum í vináttulandsleik á SheBelieves mótonu þann 17. febrúar næstkomandi. „Liðið ákvað það saman að grípa til aðgerða og frá og með þessari stundu munum við ekki taka þátt í neinum verkefnum á vegum kanadíska knattspyrnusambandsins, hvort sem það er að æfa eða spila undir merkjum Kanada," segir Sinclair í samtali við TSN um stöðu mál. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun þar sem við sem afreksíþróttamenn viljum spila fyrir Kanada og erum stolt af því að leika fyrir þjóð okkar. Nú er hins vegar nóg komið og við einfaldlega verðum að setja fótinn niður," segir framherjinn. Kanada, sem er í sjötta sæti FIFA styrkleikalistans er að búa sig undir að spila á heimsmeistaramótinu Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næst sumar. Liðið varð Ólympíumeistari árið 2021. Áform eru um að skera niður útgjöld til kanadíska liðsins og það var kornið sem fyllti mælinn hjá leikmönnum liðsins. „Við væntum þess og finnst okkur eiga skilið að fá sama aðbúnað og karlaliðið fær. Það er lágmarkskrafa að okkar mati að sett verði nægt fé í undirbúning okkar fyrir heimsmeistaramótið til þess að við getum búið okkur almennilega undir þetta stóra verkefni," segir í yfirlýsingu leikmanna kanadíska liðsins. Karlalið Kanada stendur heilshugar með kollegum sínum en þeir gripu til sömu aðgerða vegna ósættis um hvernig staðið var að því að deila út þeim peningum kanadíska knattspyrnusambandið fékk fyrir þátttöku Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Sáttafundur var boðaður milli forsvarsmanna kanadíska knattspyrnusambandsins og fulltrúa leikmanna kvennaliðsins í dag.
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira