Leikmenn Kanada í verkfalli Hjörvar Ólafsson skrifar 11. febrúar 2023 22:54 Christine Sinclair í leik með kanadíska landsliðinu. Vísir/Getty Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa ákveðið að fara í verkfall. Leikmenn liðsins hafa áhyggjur af því að aðbúnaður verði ekki nægilega góðu næstu misserin en þeir eru orðnir leiðir á því að berjast fyrir því að hlutirnir færist í átt að jafnrétti þegar kemur að aðbúnaði karlaliðsins og umgjörð í kringum liðin. Leikmenn liðsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem lýst var yfir ósætti þeirra og áhyggjum af því að hlutirnir myndu ekki færast í rétta átt á næstunni. Christine Sinclair, fyrirliði liðsins, segir verkfallið yfirvofandi en hún segir útlit fyrir að aðbúnaður í næstu verkefnum liðsins verði það slæmur að það muni hafa slæm áhrif á spilamennsku og frammistöðu leikmanna. Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss og verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, vakti athygli á baráttu kollega sinna á twitter-síðu sinni fyrr í dag. Solidarity is key https://t.co/6r7XXpeomu— Sif Atladóttir (@sifatla) February 11, 2023 Kanada á að mæta Bandaríkjunum í vináttulandsleik á SheBelieves mótonu þann 17. febrúar næstkomandi. „Liðið ákvað það saman að grípa til aðgerða og frá og með þessari stundu munum við ekki taka þátt í neinum verkefnum á vegum kanadíska knattspyrnusambandsins, hvort sem það er að æfa eða spila undir merkjum Kanada," segir Sinclair í samtali við TSN um stöðu mál. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun þar sem við sem afreksíþróttamenn viljum spila fyrir Kanada og erum stolt af því að leika fyrir þjóð okkar. Nú er hins vegar nóg komið og við einfaldlega verðum að setja fótinn niður," segir framherjinn. Kanada, sem er í sjötta sæti FIFA styrkleikalistans er að búa sig undir að spila á heimsmeistaramótinu Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næst sumar. Liðið varð Ólympíumeistari árið 2021. Áform eru um að skera niður útgjöld til kanadíska liðsins og það var kornið sem fyllti mælinn hjá leikmönnum liðsins. „Við væntum þess og finnst okkur eiga skilið að fá sama aðbúnað og karlaliðið fær. Það er lágmarkskrafa að okkar mati að sett verði nægt fé í undirbúning okkar fyrir heimsmeistaramótið til þess að við getum búið okkur almennilega undir þetta stóra verkefni," segir í yfirlýsingu leikmanna kanadíska liðsins. Karlalið Kanada stendur heilshugar með kollegum sínum en þeir gripu til sömu aðgerða vegna ósættis um hvernig staðið var að því að deila út þeim peningum kanadíska knattspyrnusambandið fékk fyrir þátttöku Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Sáttafundur var boðaður milli forsvarsmanna kanadíska knattspyrnusambandsins og fulltrúa leikmanna kvennaliðsins í dag. Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Leikmenn liðsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem lýst var yfir ósætti þeirra og áhyggjum af því að hlutirnir myndu ekki færast í rétta átt á næstunni. Christine Sinclair, fyrirliði liðsins, segir verkfallið yfirvofandi en hún segir útlit fyrir að aðbúnaður í næstu verkefnum liðsins verði það slæmur að það muni hafa slæm áhrif á spilamennsku og frammistöðu leikmanna. Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss og verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, vakti athygli á baráttu kollega sinna á twitter-síðu sinni fyrr í dag. Solidarity is key https://t.co/6r7XXpeomu— Sif Atladóttir (@sifatla) February 11, 2023 Kanada á að mæta Bandaríkjunum í vináttulandsleik á SheBelieves mótonu þann 17. febrúar næstkomandi. „Liðið ákvað það saman að grípa til aðgerða og frá og með þessari stundu munum við ekki taka þátt í neinum verkefnum á vegum kanadíska knattspyrnusambandsins, hvort sem það er að æfa eða spila undir merkjum Kanada," segir Sinclair í samtali við TSN um stöðu mál. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun þar sem við sem afreksíþróttamenn viljum spila fyrir Kanada og erum stolt af því að leika fyrir þjóð okkar. Nú er hins vegar nóg komið og við einfaldlega verðum að setja fótinn niður," segir framherjinn. Kanada, sem er í sjötta sæti FIFA styrkleikalistans er að búa sig undir að spila á heimsmeistaramótinu Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næst sumar. Liðið varð Ólympíumeistari árið 2021. Áform eru um að skera niður útgjöld til kanadíska liðsins og það var kornið sem fyllti mælinn hjá leikmönnum liðsins. „Við væntum þess og finnst okkur eiga skilið að fá sama aðbúnað og karlaliðið fær. Það er lágmarkskrafa að okkar mati að sett verði nægt fé í undirbúning okkar fyrir heimsmeistaramótið til þess að við getum búið okkur almennilega undir þetta stóra verkefni," segir í yfirlýsingu leikmanna kanadíska liðsins. Karlalið Kanada stendur heilshugar með kollegum sínum en þeir gripu til sömu aðgerða vegna ósættis um hvernig staðið var að því að deila út þeim peningum kanadíska knattspyrnusambandið fékk fyrir þátttöku Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Sáttafundur var boðaður milli forsvarsmanna kanadíska knattspyrnusambandsins og fulltrúa leikmanna kvennaliðsins í dag.
Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn