Erlent

Borgar­stjóri Tor­onto segir af sér vegna fram­hjá­halds

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
John Tory hefur verið borgarstjóri síðan 2014.
John Tory hefur verið borgarstjóri síðan 2014. Getty/Murphy

John Tory, borgarstjóri kanadísku borgarinnar Toronto, hefur sagt af sér vegna framhjáhalds. Hann segist hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með 31 árs gamalli samstarfskonu.

Tory sagði af sér í kjölfar umfjöllunar blaðsins the Toronto Star. Hann greinir ekki frá því hver samstarfskonan sé, en segir framhjáhaldið hafa átt sér stað í kórónuveirufaraldrinum. Þau hafi tekið ákvörðun um að hætta að hittast fyrr á þessu ári.

Hinn 68 ára gamli borgarstjóri harmar atvikið og segist sjá eftir því.

„Ég biðst innilegrar afsökunar og ég bið fólkið í Toronto um að fyrirgefa mér. Ég bið Barb, eiginkonu mína, og fjölskyldumeðlimi einlæglega afsökunar,“ segir hjá Breska ríkisútvarpinu. 

Tory komst til valda árið 2014 og var aftur kosinn árið 2018. Nú sat hann sem borgarstjóri á sínu þriðja kjörtímabili. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×