Innlent

Veður­vaktin: Sumar­húsið í Kjósinni mesta tjónið í dag

Viktor Örn Ásgeirsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Bærinn Kotvogur í Höfnum, sem byggður var á 19. öld, féll saman í veðurofsanum í dag.
Bærinn Kotvogur í Höfnum, sem byggður var á 19. öld, féll saman í veðurofsanum í dag. Aníta Friðriksdóttir

Veðurviðaranir eru í gildi á landinu öllu, annaðhvort gular eða appelsínugular. Mikið hvassviðri var á landinu og stóðu Björgunarsveitir í ströngu í allan dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar varð blessunarlega lítið tjón utan sumarhúss í Kjósinni sem gjöreyðilagðist í vindhviðunum.

Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir í gær og er veðrið verst á Vesturlandi, Norðurlandi og Norðausturlandi. Samhæfingarmiðstöð Almannavarna var virkjuð klukkan 12:00 í dag og fylgjast viðbragðsaðilar vel með stöðunni.

Flugferðir hafa verið felldar niður í Keflavík og miklar líkur eru á samgöngutruflunum. Í kortunum er éljagangur og gæti bæði færð og skyggni spillst.

Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Við tökum á móti ábendingum og myndefni á ritstjorn(hja)visir.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×