„Mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 08:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill Kristján Þórður Snæbjarnason, forseti Alþýðusambands Íslands segist styðja Eflingu í kjarabaráttunni og hyggst mæta til verkfallsvörslu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira