Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 19:30 Lorenz þekkja margir í Vesturbænum. Vísir/Sigurjón Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. „Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“ Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“
Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira