Málið sé bænum ekki til framdráttar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, segir málið bænum ekki til framdráttar. grafík/vísir Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“ Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“
Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59