Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 08:58 Mangushev hélt því fram að hann hefði fengið hugmyndina að því að nota Z sem tákn fyrir Rússa í Úkraínu. Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. Mangushev fór fyrir hersveit í Luhansk sem hafði það verkefni að skjóta niður dróna. Áður hafði hann verið meðal stofnenda málamiðlahóps sem barðist gegn Úkraínuher árið 2014, sama ár og Rússar hernámu Krímskaga. Málaliðaforinginn komst í fréttirnar í ágúst í fyrra þegar hann birtist á myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfuðkúpu manns á sviði, sem hann sagði hafa verið meðal þeirra Úkraínumanna sem vörðust í Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól. Mangushev sagði Rússa ekki í stríði við fólk heldur vegna hugmyndarinnar um Úkraínu sem ríki á móti Rússlandi. Þá skipti engu máli hversu margir Úkraínumenn féllu í átökunum. Vitað er að Mangushev starfaði um tíma við hlið Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-málaliðahópsins, sem pólitískur ráðgjafi. Annar öfga þjóðernissinni, Pavel Gubarev, segir alla vita hver ber ábyrgð á dauða Mangushev og bendir í þessu samhengi á að ekkert hafi heyrst frá Prigozhin. BBC hefur eftir Mark Galeotti, sérfræðingi í málefnum Rússlands, að morðið á Mangushev sé til marks um að landið sé að hverfa aftur til aðferðafræði 10. áratugar síðustu aldar, þegar „morð voru viðskiptataktík og línurnar á milli stjórnmála, viðskipta, glæpa og stríðsátaka voru næstum merkingarlaus“. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Mangushev fór fyrir hersveit í Luhansk sem hafði það verkefni að skjóta niður dróna. Áður hafði hann verið meðal stofnenda málamiðlahóps sem barðist gegn Úkraínuher árið 2014, sama ár og Rússar hernámu Krímskaga. Málaliðaforinginn komst í fréttirnar í ágúst í fyrra þegar hann birtist á myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfuðkúpu manns á sviði, sem hann sagði hafa verið meðal þeirra Úkraínumanna sem vörðust í Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól. Mangushev sagði Rússa ekki í stríði við fólk heldur vegna hugmyndarinnar um Úkraínu sem ríki á móti Rússlandi. Þá skipti engu máli hversu margir Úkraínumenn féllu í átökunum. Vitað er að Mangushev starfaði um tíma við hlið Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-málaliðahópsins, sem pólitískur ráðgjafi. Annar öfga þjóðernissinni, Pavel Gubarev, segir alla vita hver ber ábyrgð á dauða Mangushev og bendir í þessu samhengi á að ekkert hafi heyrst frá Prigozhin. BBC hefur eftir Mark Galeotti, sérfræðingi í málefnum Rússlands, að morðið á Mangushev sé til marks um að landið sé að hverfa aftur til aðferðafræði 10. áratugar síðustu aldar, þegar „morð voru viðskiptataktík og línurnar á milli stjórnmála, viðskipta, glæpa og stríðsátaka voru næstum merkingarlaus“.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“