Lífið

Þetta eru lögin sem Saga og Kjalar flytja í úr­­­slita­þættinum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hver verður næsta Idolstjarna Íslands? Verður það Saga Matthildur eða verður það Kjalar?
Hver verður næsta Idolstjarna Íslands? Verður það Saga Matthildur eða verður það Kjalar? Stöð 2

Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni. Það eru þau Saga Matthildur og Kjalar sem standa tvö eftir og keppast um sigursætið.

Saga Matthildur og Kjalar stíga á stokk annað kvöld og munu þau að þessu sinni flytja þrjú lög. Fyrsta lagið sem þau flytja er lag sem kom út á fæðingarári þeirra. Þá munu þau einnig flytja eitt lag að eigin vali og að lokum munu þau bæði spreyta sig á laginu „Leiðina heim“ sem er sigurlag keppninnar.

Lagið „Leiðina heim“ var samið í lagahöfundabúðum Iceland Sync og Mantik Music síðasta haust. Það voru þau Klara Elias, Malthe Seierup og Danny McMillan sem sömdu lagið. Klara færði svo textann yfir á íslensku og Þormóður Eiríksson útsetti lagið ásamt Klöru fyrir Idolið.

Hér fyrir neðan má sjá lagaval Sögu Matthildar og Kjalars fyrir úrslitakvöldið.


Kjalar - 900-9006

„Hit Me Baby One More Time“ - Britney Spears

„Háa C“ - Móses Hightower

Sigurlagið „Leiðina heim“
Kjalar - 900-9006.Stöð 2

Saga Matthildur - 900-9001

„Iris“ - Goo Goo Dolls

„A Change Is Gonna Come“ - Sam Cooke

Sigurlagið „Leiðina heim“
Saga Matthildur - 900-9001.Stöð 2

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×