Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 14:46 Símon Grétar hefur hefur slegið í gegn í Idolinu síðustu vikur. Stöð 2/Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía
Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00