Fótbolti

Gæti misst af leik um helgina af því hann er að reyna að bjarga lífi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willi Orban er mikilvægur leikmaður í vörn RB Leipzig og fyrirliði liðsins.
Willi Orban er mikilvægur leikmaður í vörn RB Leipzig og fyrirliði liðsins. Getty/Roland Krivec

Knattspyrnumaðurinn Willi Orban verður væntanlega ekki með Leipzig í þýsku deildinni um helgina en þær gerast líklega ekki betri afsakanirnar.

Orban er nefnilega að reyna að bjarga lífi krabbameinssjúklings. Orban gefur blóð í dag fyrir stofnfrumumeðferð handa manneskju með krabbamein. Læknar komust að því að hann passar samana við viðkomandi og leikmaðurinn var klár í að bjóða fram hjálp sína.

Orban hefur æft einn síðan á sunnudaginn en hann þurfti að fá sérstakar sprautur til að auk stofnfrumufjöldann í blóði hans fyrir blóðtökuna. Vegna þessa segja forráðamenn RB Leipzig að það sé óvíst hvort fyrirliði þeirra geti spilað leikinn á móti Union Berlin á laugardaginn.

„Auðvitað kom mér það á óvart þegar ég fékk að vita að ég væri góður kostur fyrir þessa meðferð,“ sagði Willi Orban.

„Ég var aftur á móti í engum vafa um að ég vildi gefa blóð eins fljótt og auðið var. Ég á möguleika á því að bjarga lífi annarrar manneskju án mikillar fyrirhafnar. Þetta var auðveld ákvörðun. Ég vona að framlag mitt muni hjálpa viðkomandi að komast í gegn veikindi sín,“ sagði Orban.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×