HM gæti snúið aftur til Úrúgvæ hundrað árum eftir að fyrsta mótið fór þar fram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 18:31 Centario völlurinn í Úrúgvæ þar sem fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram árið 1930. Carlos Lebrato/Anadolu Agency via Getty Images Heimsmeistaramót karla í fótbolta gæti farið að hluta til fram í Úrúgvæ árið 2030, hundrað árum eftir að fyrsta heimsmeistaramótið í sögunni fór þar fram. Suður-Ameríkuþjóðirnar Úrúgvæ, Argentína, Síle og Paragvæ hafa formlega sótt í sameiningu um að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2030. Fái þjóðirnar að halda mótið yrði það sögulegt að því leytinu til að fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 og gæti því mótið verið að snúa aftur á sama stað hundrað árum síðar. Úrúgvæ og Argentína hófu viðræður um að sækja um að halda mótið árið 2017, en Paragvæ og Síle bættust svo við í kjölfarið. Þrjár af þessum fjórum þjóðum hafa áður haldið HM í fótbolta, en Argentína hélt mótið árið 1978, Síle 1962 og Úrúgvæ sem áður segir 1930. Argentina, Uruguay, Chile, and Paraguay have officially launched their bid to stage the 2030 World Cup 🌎 The tournament would be going back to its roots in Uruguay, the home of the very first World Cup back in 1930. pic.twitter.com/MElbbokejg— ESPN FC (@ESPNFC) February 7, 2023 Umsókn Úrúgvæ, Argentínu, Paragvæ og Síle er fyrsta formlega umsóknin sem berst fyrir HM 2030. Þó er nokkuð ljóst að þjóðirnar muni fá mikla samkeppni um að halda HM 2030, en nú þegar liggur fyrir að Marokkó ætlar að gera enn eina tilraun til að hreppa mótið. Verður það í sjötta sinn sem Marókkó sækir um að halda heimsmeistaramót í fótbolta, en þjóðin sótti einnig um að halda mótið árin 1994, 1998, 2006, 2010 og 2026. Þá hafa Evrópuþjóðirnar Spánn, Portúgal og Úkraína einnig staðfest að þær muni sækja um keppnina í sameiningu. Fleiri þjóðir hafa einnig sýnt mótinu áhuga, en þar mað meðal annars nefna Túnis, Alsír og sameiginlegt boð Egyptalands, Grikklands og Sádi-Arabíu en þá færi keppnin fram í þremur heimsálfum. Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Suður-Ameríkuþjóðirnar Úrúgvæ, Argentína, Síle og Paragvæ hafa formlega sótt í sameiningu um að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2030. Fái þjóðirnar að halda mótið yrði það sögulegt að því leytinu til að fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 og gæti því mótið verið að snúa aftur á sama stað hundrað árum síðar. Úrúgvæ og Argentína hófu viðræður um að sækja um að halda mótið árið 2017, en Paragvæ og Síle bættust svo við í kjölfarið. Þrjár af þessum fjórum þjóðum hafa áður haldið HM í fótbolta, en Argentína hélt mótið árið 1978, Síle 1962 og Úrúgvæ sem áður segir 1930. Argentina, Uruguay, Chile, and Paraguay have officially launched their bid to stage the 2030 World Cup 🌎 The tournament would be going back to its roots in Uruguay, the home of the very first World Cup back in 1930. pic.twitter.com/MElbbokejg— ESPN FC (@ESPNFC) February 7, 2023 Umsókn Úrúgvæ, Argentínu, Paragvæ og Síle er fyrsta formlega umsóknin sem berst fyrir HM 2030. Þó er nokkuð ljóst að þjóðirnar muni fá mikla samkeppni um að halda HM 2030, en nú þegar liggur fyrir að Marokkó ætlar að gera enn eina tilraun til að hreppa mótið. Verður það í sjötta sinn sem Marókkó sækir um að halda heimsmeistaramót í fótbolta, en þjóðin sótti einnig um að halda mótið árin 1994, 1998, 2006, 2010 og 2026. Þá hafa Evrópuþjóðirnar Spánn, Portúgal og Úkraína einnig staðfest að þær muni sækja um keppnina í sameiningu. Fleiri þjóðir hafa einnig sýnt mótinu áhuga, en þar mað meðal annars nefna Túnis, Alsír og sameiginlegt boð Egyptalands, Grikklands og Sádi-Arabíu en þá færi keppnin fram í þremur heimsálfum.
Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira