HM gæti snúið aftur til Úrúgvæ hundrað árum eftir að fyrsta mótið fór þar fram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 18:31 Centario völlurinn í Úrúgvæ þar sem fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram árið 1930. Carlos Lebrato/Anadolu Agency via Getty Images Heimsmeistaramót karla í fótbolta gæti farið að hluta til fram í Úrúgvæ árið 2030, hundrað árum eftir að fyrsta heimsmeistaramótið í sögunni fór þar fram. Suður-Ameríkuþjóðirnar Úrúgvæ, Argentína, Síle og Paragvæ hafa formlega sótt í sameiningu um að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2030. Fái þjóðirnar að halda mótið yrði það sögulegt að því leytinu til að fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 og gæti því mótið verið að snúa aftur á sama stað hundrað árum síðar. Úrúgvæ og Argentína hófu viðræður um að sækja um að halda mótið árið 2017, en Paragvæ og Síle bættust svo við í kjölfarið. Þrjár af þessum fjórum þjóðum hafa áður haldið HM í fótbolta, en Argentína hélt mótið árið 1978, Síle 1962 og Úrúgvæ sem áður segir 1930. Argentina, Uruguay, Chile, and Paraguay have officially launched their bid to stage the 2030 World Cup 🌎 The tournament would be going back to its roots in Uruguay, the home of the very first World Cup back in 1930. pic.twitter.com/MElbbokejg— ESPN FC (@ESPNFC) February 7, 2023 Umsókn Úrúgvæ, Argentínu, Paragvæ og Síle er fyrsta formlega umsóknin sem berst fyrir HM 2030. Þó er nokkuð ljóst að þjóðirnar muni fá mikla samkeppni um að halda HM 2030, en nú þegar liggur fyrir að Marokkó ætlar að gera enn eina tilraun til að hreppa mótið. Verður það í sjötta sinn sem Marókkó sækir um að halda heimsmeistaramót í fótbolta, en þjóðin sótti einnig um að halda mótið árin 1994, 1998, 2006, 2010 og 2026. Þá hafa Evrópuþjóðirnar Spánn, Portúgal og Úkraína einnig staðfest að þær muni sækja um keppnina í sameiningu. Fleiri þjóðir hafa einnig sýnt mótinu áhuga, en þar mað meðal annars nefna Túnis, Alsír og sameiginlegt boð Egyptalands, Grikklands og Sádi-Arabíu en þá færi keppnin fram í þremur heimsálfum. Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Suður-Ameríkuþjóðirnar Úrúgvæ, Argentína, Síle og Paragvæ hafa formlega sótt í sameiningu um að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2030. Fái þjóðirnar að halda mótið yrði það sögulegt að því leytinu til að fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 og gæti því mótið verið að snúa aftur á sama stað hundrað árum síðar. Úrúgvæ og Argentína hófu viðræður um að sækja um að halda mótið árið 2017, en Paragvæ og Síle bættust svo við í kjölfarið. Þrjár af þessum fjórum þjóðum hafa áður haldið HM í fótbolta, en Argentína hélt mótið árið 1978, Síle 1962 og Úrúgvæ sem áður segir 1930. Argentina, Uruguay, Chile, and Paraguay have officially launched their bid to stage the 2030 World Cup 🌎 The tournament would be going back to its roots in Uruguay, the home of the very first World Cup back in 1930. pic.twitter.com/MElbbokejg— ESPN FC (@ESPNFC) February 7, 2023 Umsókn Úrúgvæ, Argentínu, Paragvæ og Síle er fyrsta formlega umsóknin sem berst fyrir HM 2030. Þó er nokkuð ljóst að þjóðirnar muni fá mikla samkeppni um að halda HM 2030, en nú þegar liggur fyrir að Marokkó ætlar að gera enn eina tilraun til að hreppa mótið. Verður það í sjötta sinn sem Marókkó sækir um að halda heimsmeistaramót í fótbolta, en þjóðin sótti einnig um að halda mótið árin 1994, 1998, 2006, 2010 og 2026. Þá hafa Evrópuþjóðirnar Spánn, Portúgal og Úkraína einnig staðfest að þær muni sækja um keppnina í sameiningu. Fleiri þjóðir hafa einnig sýnt mótinu áhuga, en þar mað meðal annars nefna Túnis, Alsír og sameiginlegt boð Egyptalands, Grikklands og Sádi-Arabíu en þá færi keppnin fram í þremur heimsálfum.
Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira