Halla vill komast í stjórn VR Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:29 Halla Gunnarsdóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóra ASÍ á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. Halla greinir frá þessu í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla á þriðja tímanum í dag. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði, fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ segir Halla. Grein var frá því í september síðastliðinn að Halla, sem þá var í fæðingarorlofi, myndi ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal í ágúst. Rennur blóðið til skyldunnar Halla segir í yfirlýsingu sinni að VR sé stærsta stéttarfélag á Íslandi og að hún telji mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar. „Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum: vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga, skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði, húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi. Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru,“ segir Halla. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hafa bæði tilkynnt um framboð til formanns VR. Kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. Stéttarfélög Tengdar fréttir Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23 Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04 „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Halla greinir frá þessu í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla á þriðja tímanum í dag. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði, fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ segir Halla. Grein var frá því í september síðastliðinn að Halla, sem þá var í fæðingarorlofi, myndi ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal í ágúst. Rennur blóðið til skyldunnar Halla segir í yfirlýsingu sinni að VR sé stærsta stéttarfélag á Íslandi og að hún telji mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar. „Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum: vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga, skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði, húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi. Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru,“ segir Halla. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hafa bæði tilkynnt um framboð til formanns VR. Kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23 Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04 „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23
Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04
„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18