Innlent

Flutninga­bíll Eim­skips fór út af Suður­lands­vegi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Verið er að vinna að því að koma bílnum aftur upp á veginn.
Verið er að vinna að því að koma bílnum aftur upp á veginn. Vísir

Vöruflutningabíll frá flutningafyrirtækinu Eimskip fór út af Suðurlandsvegi. Að sögn sjónarvotts átti slysið sér stað rétt fyrir ofan Kambana.

Í færslu sem Vegagerðin birti á samfélagsmiðlinum Twitter kemur fram að lokað hafi verið Hellisheiði til vesturs vegna aðgerða lögreglu við að koma bílnum upp á veg. Hjáleið er um Þrengsli en reiknað er með að það taki um klukkustund að koma bílnum upp á veginn.

Lögreglan lagði bíl sínum til að loka veginum.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×