Innlent

Nanna Kristín að­stoðar Bjarna

Atli Ísleifsson skrifar
Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur undanfarið ár starfað sem framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Hyrnu og Húsheildar.
Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur undanfarið ár starfað sem framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Hyrnu og Húsheildar. Stjr

Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að undanfarið ár hafi Nanna Kristín starfað sem framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Hyrnu og Húsheildar. Þar áður hafi hún starfað í Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra. 

„Hún er jafnframt formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og ein af forsvarskonum góðgerðarfélagsins Konur eru konum bestar.

Nanna Kristín er verkfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist með BSc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og lauk meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke háskóla í Norður-Karólínu 2011. Hún er jafnframt með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Hersir Aron Ólafsson hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2020. Páll Ásgeir Guðmundsson var áður aðstoðarmaður hans, en hann hvarf til annarra starfa í mars 2022. Með ráðningu Nönnu Kristínar eru aðstoðarmennirnir því aftur orðnir tveir,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.