Tónlist

Bía leitar að lagahöfundi til að semja með

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bía á Idol sviðinu á föstudag.
Bía á Idol sviðinu á föstudag. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON

Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol.

Í þessar frétt er fjallað um úrslitin í Idol þættinum á föstudag svo ef þú hefur ekki horft á þáttinn þá skaltu ekki lesa áfram. 

Í Idol söng Bía stórar ballöður og erfið lög í hverri viku. Á föstudag söng hún „Í síðasta skipti“ eftir Friðrik Dór Jónsson og Fleetwood Mac lagið „Dreams“ sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Það dugði þó ekki og eftir símakosningu var ljóst að Bía komst ekki í úrslitaþáttinn sem fram fer næsta föstudag. 

Bía ætlar að nota Idol sem stökkpall út í tónlistina og hefur mikinn áhuga á því að gefa út eigin plötu. Hún vonar því að hún geti farið að semja „helling af lögum“ núna.

„Ég á erfitt með að semja. Ég þarf hjálp við það. Það væri geggjað ef einhver sem er ógeðslega góður í því sem væri til í að gera það með mér, þá get ég það,“ sagði Bía. 

Hún ræddi framtíðarplönin við Ásu Ninnu og Svavar í Bakaríinu á Bylgjunni. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Með henni í þættinum var Símon Grétar sem datt einnig út í undanúrslitaþættinum á föstudag. 

„Við erum öll að styðja hvert annað og peppa hvert annað ótrúlega mikið,“ sagði Bía meðal annars um stemninguna í keppendahópnum. 


Tengdar fréttir

Herra Hnetu­smjör og Frið­rik Dór sam­einast í nýju lagi

Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór, leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“ sem kom út nú á miðnætti. Lagið gæti auðveldlega orðið einn af stórsmellum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×