Fótbolti

Napoli styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia sáu um markaskorun Napoli í dag.
Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia sáu um markaskorun Napoli í dag. Gabriele Maltinti/Getty Images

Napoli er nú með 16 stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 útisigur gegn Spezia í dag.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en Khvicha Kvaratskhelia kom gestunum í Napoli í forystu með marki af vítapunktinum strax í upphafi síðari hálfleiks.

Victor Osimhen tvöfaldaði forystu Napoli á 68. mínútu leiksins eftir vandræðagang í vörn heimamanna og hann var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar hann gulltryggði sigur liðsins eftir stoðsendingu frá Kvaratskhelia.

Niðurstaðan því 3-0 sigur Napoli sem er með örugga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar og í raun fer þetta að verða meiri spurning um hvenær heldur en hvort liðið tryggir sér titilinn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.