Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en Khvicha Kvaratskhelia kom gestunum í Napoli í forystu með marki af vítapunktinum strax í upphafi síðari hálfleiks.
Victor Osimhen tvöfaldaði forystu Napoli á 68. mínútu leiksins eftir vandræðagang í vörn heimamanna og hann var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar hann gulltryggði sigur liðsins eftir stoðsendingu frá Kvaratskhelia.
Niðurstaðan því 3-0 sigur Napoli sem er með örugga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar og í raun fer þetta að verða meiri spurning um hvenær heldur en hvort liðið tryggir sér titilinn.