Inter hafði betur í Mílanóslagnum

Leikmenn Inter fagna sigurmarki Lautaro Martinez í kvöld.
Leikmenn Inter fagna sigurmarki Lautaro Martinez í kvöld. Vísir/Getty

Lautaro Martinez var hetja Inter en hann skoraði eina markið í nágrannaslagnum gegn AC Milan í kvöld. Inter er enn í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Fyrir leikinn átti AC Milan möguleikann á að lyfta sér úr sjötta sæti deildarinnar og alla leið upp í þriðja myndu þeir ná í sigur í kvöld. Inter var hins vegar í öðru sætinu, heilum sextán stigum á eftir toppliði Napoli.

Eina mark leiksins í kvöld kom í fyrri hálfleik. Það skoraði Argentínumaðurinn Lautaro Martinez eftir sendingu frá Hakan Calhanoglu.

Í síðari hálfleik reyndu AC Milan hvað þeir gátu. Oliver Giroud átti skalla yfir mark Inter og þá átti Brahim Diaz skot sem fór framhjá.

Allt kom fyrir ekki og það voru leikmenn Inter sem fögnuðu þegar flautað var af. AC Milan situr því enn í sjötta sæti Serie A en Inter minnkaði forskot Napoli niður í þrettán stig á toppnum.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.