Mbappé klikkaði á vítaspyrnu og meiddist | Barcelona fékk á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 23:00 Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik í kvöld. Ekki er vitað hversu illa meiddur hann er. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Stórliðin París Saint-Germain og Barcelona unnu bæði sigra þegar þau juku forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri spænsku. Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira