Mbappé klikkaði á vítaspyrnu og meiddist | Barcelona fékk á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 23:00 Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik í kvöld. Ekki er vitað hversu illa meiddur hann er. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Stórliðin París Saint-Germain og Barcelona unnu bæði sigra þegar þau juku forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri spænsku. Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn