Innlent

Lítur út fyrir að tvö nefndar­á­lit verði rituð um skýrslu Ríkis­endur­skoðunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lokið umræðu um Íslandsbankasöluna og verða nefndarálit rituð á næstu dögum.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lokið umræðu um Íslandsbankasöluna og verða nefndarálit rituð á næstu dögum. Vísir/Vilhelm

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk í morgun umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankamálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar telur líklegt að tvö nefndarálit verði rituð og lögð fyrir þingið.

Þetta segir Þórunn í samtali við fréttastofu en átök sköpuðust innan nefndarinnar í síðustu viku um næstu skref í málinu. Minnihlutinn í nefndinni hafði þá óskað eftir að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni en meirihlutinn felldi tilllöguna. 

„Ég hefði gjarnan viljað fá þetta álit en meirihlutinn var ekki sammála því,“ segir Þórunn.  

Þórunn segist ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær von sé á nefndarálitum. 

„Það tekur einhverja daga, fram í næstu viku örugglega,“ segir Þórunn. 

Nefndin hafi ekki verið samstíga í sínu áliti. 

„Það lítur út fyrir að það verði skrifuð tvö álit, eitt af minnihluta og annað af meirihluta,“ segir Þórunn. Eftir að nefndarálit liggja fyrir verða þau lögð fyrir þingfund. 


Tengdar fréttir

Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu

Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir.

Meiri­hlutinn segir Ís­lands­banka­málið á loka­metrunum

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig.

Mikil­vægt að al­menningur fái að­gang að rauna­tíma­gögnum líkt og stærri fjár­festar

„Við teljum að það skipti almenna fjárfesta miklu máli, rétt eins og á við um stofnanafjárfesta, að vera með aðgang að réttum markaðsupplýsingum í rauntíma og geta þannig tekið ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa á jafnræðisgrunni með öllum öðrum fjárfestum í Kauphöllinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri og einn eigenda ACRO verðbréfa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.