Fótbolti

Tíu leikmenn Newcastle tryggðu sér sæti í úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Newcastle er á leið í úrslit enska deildarbikarsins.
Newcastle er á leið í úrslit enska deildarbikarsins. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Newcastle er á leið í úrslit enska deildarbikarsins eftir 2-1 sigur gegn Southampton í kvöld. Newcastle vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna og liðið vann einvígið því samanlagt 3-1.

Sean Longstaff kom Newcastle yfir strax á fimmtu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Kieran Trippier og hann var svo aftur á ferðinni stundarfjórðungi síðar þegar hann kom liðinu í 2-0.

Che Adams minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn í Newcastle misstu svo mann af velli þegar Bruno Guimaraes fékk að líta beint rautt spjald þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Gestirnir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð 2-1 sigur Newcastle sem er á leið í úrslit eftir samanlagðan 3-1 sigur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.