Fótbolti

Orlando City staðfestir kaupin á Degi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson var frábær með liði Breiðabliks á síðasta tímabili.
Dagur Dan Þórhallsson var frábær með liði Breiðabliks á síðasta tímabili. vísir/Diego

Bandaríska knattspyrnufélagið Orlando City staaðfesti fyrr í dag kaupin á Degi Dan Þórhallssyni frá Breiðablik.

Dagur skrifa'i undor tveggja ára samning við félagið og mun því leika með Orlando City út tímabilið 2024. Samningurinn felur þó í sér þann möguleika að framlengja til ársins 2026.

Dagur er 22 ára gamall og lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks er liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á seinasta tímabili. Hann gekk í raðir Breiðabliks frá Fylki fyrir tímabilið, en er alinn upp hjá Haukum. Þá hefur hann einnig verið á mála hjá Gent í Belgíu og Mjöndalen í Noregi.

Með Breiðablik skoraði hann níu mörk í 25 deildarleikjum á seinasta tímabili og fékk í kjölfarið sín fyrstu tækifæri með íslenska A-landsliðinu í æfingaleikjum gegn Suður-Kóreu og Sádí-Arabíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.